Ellefu íslenskar myndir frumsýndar á þessu ári 7. janúar 2011 06:00 Árið 2011 átti að vera eitt erfiðasta árið í íslenskri kvikmyndagerð og var jafnvel talað um kvikmyndavetur í bransanum. Hins vegar er nú allt útlit fyrir að veturinn verði ansi blíður. Þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ákvað að skera niður starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar um þrjátíu prósent mátti heyra saumnál detta meðal kvikmyndagerðarmanna. Þeir risu upp, það var fundað og skrifað í blöðin og talað um að kvikmyndagerð í landinu myndi næstum leggjast af ef niðurskurðurinn næði fram að ganga. Hins vegar er ljóst að árið 2011 verður enginn kjarnorkuvetur hvað íslenska kvikmyndagerð varðar því ellefu íslenskar kvikmyndir verða frumsýndar á árinu. „Þessi fjöldi segir nú ekki alla söguna," segir Ólafur Jóhannesson, sem frumsýnir tvær myndir á árinu, Kurteist fólk og Borgríki. Fyrri myndin er gerð eftir hefðbundnum leiðum, meðal annars með styrk frá Kvikmyndamiðstöð. Sú seinni er alfarið unnin með sjálfboðavinnu og frjálsum fjárframframlögum en hún fékk eftirvinnslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð. „Og það varð til þess að við gátum klárað hana og búið til góða vöru." Ólafur bendir á að aðeins fjórar kvikmyndir séu gerðar með hefðbundnum styrk frá Kvikmyndamiðstöð: Okkar eigin Osló, Djúpið, Kurteist fólk og Rokland. Og það verði að teljast fremur lítið miðað við undanfarin ár. „Þegar verið var að tilnefna til Eddunnar fyrir kannski tíu árum höfðu menn kannski ekkert mikið val en síðustu ár hafa þetta verið sjö myndir á ári," segir Ólafur. Leikstjórinn mælir ekki með því að fara út í gerð kvikmyndar eins og gert var með Borgríki. Það reyni mikið á sálartetrið, sé alltaf mikil áhætta og raunar hafi ekki miklu mátt muna að myndin hyrfi út í veður og vind. Hópurinn á bak við myndina, leikarar og tökulið, hafi átt stærstan þátt í því að myndin varð að veruleika. „Og þú gerir svona mynd bara einu sinni." Ólafur skilur raunar ekkert í þeim fjölda kvikmyndagerðarfólks sem í ár hefur ráðist út í gerð kvikmynda með óhefðbundnum hætti. „Það sem er að gerast þarna er að fólk er haldið einhverri sjálfspíningarhvöt og heldur að kvikmynd veiti því einhverja sjálfsvirðingu eða tilgang með lífinu." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Árið 2011 átti að vera eitt erfiðasta árið í íslenskri kvikmyndagerð og var jafnvel talað um kvikmyndavetur í bransanum. Hins vegar er nú allt útlit fyrir að veturinn verði ansi blíður. Þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ákvað að skera niður starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar um þrjátíu prósent mátti heyra saumnál detta meðal kvikmyndagerðarmanna. Þeir risu upp, það var fundað og skrifað í blöðin og talað um að kvikmyndagerð í landinu myndi næstum leggjast af ef niðurskurðurinn næði fram að ganga. Hins vegar er ljóst að árið 2011 verður enginn kjarnorkuvetur hvað íslenska kvikmyndagerð varðar því ellefu íslenskar kvikmyndir verða frumsýndar á árinu. „Þessi fjöldi segir nú ekki alla söguna," segir Ólafur Jóhannesson, sem frumsýnir tvær myndir á árinu, Kurteist fólk og Borgríki. Fyrri myndin er gerð eftir hefðbundnum leiðum, meðal annars með styrk frá Kvikmyndamiðstöð. Sú seinni er alfarið unnin með sjálfboðavinnu og frjálsum fjárframframlögum en hún fékk eftirvinnslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð. „Og það varð til þess að við gátum klárað hana og búið til góða vöru." Ólafur bendir á að aðeins fjórar kvikmyndir séu gerðar með hefðbundnum styrk frá Kvikmyndamiðstöð: Okkar eigin Osló, Djúpið, Kurteist fólk og Rokland. Og það verði að teljast fremur lítið miðað við undanfarin ár. „Þegar verið var að tilnefna til Eddunnar fyrir kannski tíu árum höfðu menn kannski ekkert mikið val en síðustu ár hafa þetta verið sjö myndir á ári," segir Ólafur. Leikstjórinn mælir ekki með því að fara út í gerð kvikmyndar eins og gert var með Borgríki. Það reyni mikið á sálartetrið, sé alltaf mikil áhætta og raunar hafi ekki miklu mátt muna að myndin hyrfi út í veður og vind. Hópurinn á bak við myndina, leikarar og tökulið, hafi átt stærstan þátt í því að myndin varð að veruleika. „Og þú gerir svona mynd bara einu sinni." Ólafur skilur raunar ekkert í þeim fjölda kvikmyndagerðarfólks sem í ár hefur ráðist út í gerð kvikmynda með óhefðbundnum hætti. „Það sem er að gerast þarna er að fólk er haldið einhverri sjálfspíningarhvöt og heldur að kvikmynd veiti því einhverja sjálfsvirðingu eða tilgang með lífinu." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira