Ellefu íslenskar myndir frumsýndar á þessu ári 7. janúar 2011 06:00 Árið 2011 átti að vera eitt erfiðasta árið í íslenskri kvikmyndagerð og var jafnvel talað um kvikmyndavetur í bransanum. Hins vegar er nú allt útlit fyrir að veturinn verði ansi blíður. Þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ákvað að skera niður starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar um þrjátíu prósent mátti heyra saumnál detta meðal kvikmyndagerðarmanna. Þeir risu upp, það var fundað og skrifað í blöðin og talað um að kvikmyndagerð í landinu myndi næstum leggjast af ef niðurskurðurinn næði fram að ganga. Hins vegar er ljóst að árið 2011 verður enginn kjarnorkuvetur hvað íslenska kvikmyndagerð varðar því ellefu íslenskar kvikmyndir verða frumsýndar á árinu. „Þessi fjöldi segir nú ekki alla söguna," segir Ólafur Jóhannesson, sem frumsýnir tvær myndir á árinu, Kurteist fólk og Borgríki. Fyrri myndin er gerð eftir hefðbundnum leiðum, meðal annars með styrk frá Kvikmyndamiðstöð. Sú seinni er alfarið unnin með sjálfboðavinnu og frjálsum fjárframframlögum en hún fékk eftirvinnslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð. „Og það varð til þess að við gátum klárað hana og búið til góða vöru." Ólafur bendir á að aðeins fjórar kvikmyndir séu gerðar með hefðbundnum styrk frá Kvikmyndamiðstöð: Okkar eigin Osló, Djúpið, Kurteist fólk og Rokland. Og það verði að teljast fremur lítið miðað við undanfarin ár. „Þegar verið var að tilnefna til Eddunnar fyrir kannski tíu árum höfðu menn kannski ekkert mikið val en síðustu ár hafa þetta verið sjö myndir á ári," segir Ólafur. Leikstjórinn mælir ekki með því að fara út í gerð kvikmyndar eins og gert var með Borgríki. Það reyni mikið á sálartetrið, sé alltaf mikil áhætta og raunar hafi ekki miklu mátt muna að myndin hyrfi út í veður og vind. Hópurinn á bak við myndina, leikarar og tökulið, hafi átt stærstan þátt í því að myndin varð að veruleika. „Og þú gerir svona mynd bara einu sinni." Ólafur skilur raunar ekkert í þeim fjölda kvikmyndagerðarfólks sem í ár hefur ráðist út í gerð kvikmynda með óhefðbundnum hætti. „Það sem er að gerast þarna er að fólk er haldið einhverri sjálfspíningarhvöt og heldur að kvikmynd veiti því einhverja sjálfsvirðingu eða tilgang með lífinu." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Árið 2011 átti að vera eitt erfiðasta árið í íslenskri kvikmyndagerð og var jafnvel talað um kvikmyndavetur í bransanum. Hins vegar er nú allt útlit fyrir að veturinn verði ansi blíður. Þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ákvað að skera niður starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar um þrjátíu prósent mátti heyra saumnál detta meðal kvikmyndagerðarmanna. Þeir risu upp, það var fundað og skrifað í blöðin og talað um að kvikmyndagerð í landinu myndi næstum leggjast af ef niðurskurðurinn næði fram að ganga. Hins vegar er ljóst að árið 2011 verður enginn kjarnorkuvetur hvað íslenska kvikmyndagerð varðar því ellefu íslenskar kvikmyndir verða frumsýndar á árinu. „Þessi fjöldi segir nú ekki alla söguna," segir Ólafur Jóhannesson, sem frumsýnir tvær myndir á árinu, Kurteist fólk og Borgríki. Fyrri myndin er gerð eftir hefðbundnum leiðum, meðal annars með styrk frá Kvikmyndamiðstöð. Sú seinni er alfarið unnin með sjálfboðavinnu og frjálsum fjárframframlögum en hún fékk eftirvinnslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð. „Og það varð til þess að við gátum klárað hana og búið til góða vöru." Ólafur bendir á að aðeins fjórar kvikmyndir séu gerðar með hefðbundnum styrk frá Kvikmyndamiðstöð: Okkar eigin Osló, Djúpið, Kurteist fólk og Rokland. Og það verði að teljast fremur lítið miðað við undanfarin ár. „Þegar verið var að tilnefna til Eddunnar fyrir kannski tíu árum höfðu menn kannski ekkert mikið val en síðustu ár hafa þetta verið sjö myndir á ári," segir Ólafur. Leikstjórinn mælir ekki með því að fara út í gerð kvikmyndar eins og gert var með Borgríki. Það reyni mikið á sálartetrið, sé alltaf mikil áhætta og raunar hafi ekki miklu mátt muna að myndin hyrfi út í veður og vind. Hópurinn á bak við myndina, leikarar og tökulið, hafi átt stærstan þátt í því að myndin varð að veruleika. „Og þú gerir svona mynd bara einu sinni." Ólafur skilur raunar ekkert í þeim fjölda kvikmyndagerðarfólks sem í ár hefur ráðist út í gerð kvikmynda með óhefðbundnum hætti. „Það sem er að gerast þarna er að fólk er haldið einhverri sjálfspíningarhvöt og heldur að kvikmynd veiti því einhverja sjálfsvirðingu eða tilgang með lífinu." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira