Ellefu íslenskar myndir frumsýndar á þessu ári 7. janúar 2011 06:00 Árið 2011 átti að vera eitt erfiðasta árið í íslenskri kvikmyndagerð og var jafnvel talað um kvikmyndavetur í bransanum. Hins vegar er nú allt útlit fyrir að veturinn verði ansi blíður. Þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ákvað að skera niður starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar um þrjátíu prósent mátti heyra saumnál detta meðal kvikmyndagerðarmanna. Þeir risu upp, það var fundað og skrifað í blöðin og talað um að kvikmyndagerð í landinu myndi næstum leggjast af ef niðurskurðurinn næði fram að ganga. Hins vegar er ljóst að árið 2011 verður enginn kjarnorkuvetur hvað íslenska kvikmyndagerð varðar því ellefu íslenskar kvikmyndir verða frumsýndar á árinu. „Þessi fjöldi segir nú ekki alla söguna," segir Ólafur Jóhannesson, sem frumsýnir tvær myndir á árinu, Kurteist fólk og Borgríki. Fyrri myndin er gerð eftir hefðbundnum leiðum, meðal annars með styrk frá Kvikmyndamiðstöð. Sú seinni er alfarið unnin með sjálfboðavinnu og frjálsum fjárframframlögum en hún fékk eftirvinnslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð. „Og það varð til þess að við gátum klárað hana og búið til góða vöru." Ólafur bendir á að aðeins fjórar kvikmyndir séu gerðar með hefðbundnum styrk frá Kvikmyndamiðstöð: Okkar eigin Osló, Djúpið, Kurteist fólk og Rokland. Og það verði að teljast fremur lítið miðað við undanfarin ár. „Þegar verið var að tilnefna til Eddunnar fyrir kannski tíu árum höfðu menn kannski ekkert mikið val en síðustu ár hafa þetta verið sjö myndir á ári," segir Ólafur. Leikstjórinn mælir ekki með því að fara út í gerð kvikmyndar eins og gert var með Borgríki. Það reyni mikið á sálartetrið, sé alltaf mikil áhætta og raunar hafi ekki miklu mátt muna að myndin hyrfi út í veður og vind. Hópurinn á bak við myndina, leikarar og tökulið, hafi átt stærstan þátt í því að myndin varð að veruleika. „Og þú gerir svona mynd bara einu sinni." Ólafur skilur raunar ekkert í þeim fjölda kvikmyndagerðarfólks sem í ár hefur ráðist út í gerð kvikmynda með óhefðbundnum hætti. „Það sem er að gerast þarna er að fólk er haldið einhverri sjálfspíningarhvöt og heldur að kvikmynd veiti því einhverja sjálfsvirðingu eða tilgang með lífinu." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Árið 2011 átti að vera eitt erfiðasta árið í íslenskri kvikmyndagerð og var jafnvel talað um kvikmyndavetur í bransanum. Hins vegar er nú allt útlit fyrir að veturinn verði ansi blíður. Þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ákvað að skera niður starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar um þrjátíu prósent mátti heyra saumnál detta meðal kvikmyndagerðarmanna. Þeir risu upp, það var fundað og skrifað í blöðin og talað um að kvikmyndagerð í landinu myndi næstum leggjast af ef niðurskurðurinn næði fram að ganga. Hins vegar er ljóst að árið 2011 verður enginn kjarnorkuvetur hvað íslenska kvikmyndagerð varðar því ellefu íslenskar kvikmyndir verða frumsýndar á árinu. „Þessi fjöldi segir nú ekki alla söguna," segir Ólafur Jóhannesson, sem frumsýnir tvær myndir á árinu, Kurteist fólk og Borgríki. Fyrri myndin er gerð eftir hefðbundnum leiðum, meðal annars með styrk frá Kvikmyndamiðstöð. Sú seinni er alfarið unnin með sjálfboðavinnu og frjálsum fjárframframlögum en hún fékk eftirvinnslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð. „Og það varð til þess að við gátum klárað hana og búið til góða vöru." Ólafur bendir á að aðeins fjórar kvikmyndir séu gerðar með hefðbundnum styrk frá Kvikmyndamiðstöð: Okkar eigin Osló, Djúpið, Kurteist fólk og Rokland. Og það verði að teljast fremur lítið miðað við undanfarin ár. „Þegar verið var að tilnefna til Eddunnar fyrir kannski tíu árum höfðu menn kannski ekkert mikið val en síðustu ár hafa þetta verið sjö myndir á ári," segir Ólafur. Leikstjórinn mælir ekki með því að fara út í gerð kvikmyndar eins og gert var með Borgríki. Það reyni mikið á sálartetrið, sé alltaf mikil áhætta og raunar hafi ekki miklu mátt muna að myndin hyrfi út í veður og vind. Hópurinn á bak við myndina, leikarar og tökulið, hafi átt stærstan þátt í því að myndin varð að veruleika. „Og þú gerir svona mynd bara einu sinni." Ólafur skilur raunar ekkert í þeim fjölda kvikmyndagerðarfólks sem í ár hefur ráðist út í gerð kvikmynda með óhefðbundnum hætti. „Það sem er að gerast þarna er að fólk er haldið einhverri sjálfspíningarhvöt og heldur að kvikmynd veiti því einhverja sjálfsvirðingu eða tilgang með lífinu." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira