Innlent

Harður árekstur á Kjalarnesi

Tveir bílar skullu saman við brúnna yfir Blikadalsá á Kjalarnesi um níu leytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var einn fluttur á slysadeild. Tveir aðrir voru með minniháttar meiðsli, en þó ekki eins alvarleg. Töluverð seinkunn var á umferð um veginn og var bílum hleypt í áföngum framhjá slysstað. Afar slæmt veður hefur verið á Kjalarnesi í kvöld og hafnaði rúta, sem fer á milli Akraness og Reykjavíkur, utan vegar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×