Teiknar andlit frægra leikara 3. september 2011 10:00 Helena við hlið myndarinnar af Ingvari E. Sigurðssyni sem verður á sýningunni. fréttablaðið/vilhelm „Þetta er mín ástríða,“ segir Helena Reynisdóttir, sem hefur opnað sína fyrstu einkasýningu, aðeins sautján ára. „Þetta eru portrettteikningar af frægum leikurum, mjög nákvæmnar teikningar,“ segir Helena, en myndirnar eru sjö talsins. Tvær þeirra eru mjög stórar, af Ingvari E. Sigurðssyni og henni sjálfri. „Ég held að það hafi verið erfiðast út af því að þetta er mitt eigið andlit,“ segir hún um sjálfsmyndina. „Ég sé kannski ef það er eitthvað vitlaust en ég held að aðrir sjái það ekki.“ Aðrir leikarar sem Helena hefur teiknað undanfarna mánuði eru Jón Gnarr, Edda Björgvinsdóttir, Tómas Lemarquis, Baltasar Kormákur og Anita Briem. „Ég ákvað að hafa þema með leikurum. Sýningin heitir Ekki er allt sem sýnist af því að þetta eru leikarar. Maður veit aldrei hvort þetta eru í alvörunni þeir eða hvort þeir eru að leika,“ segir Helena. Aðspurð segist hún hafa reynt að bjóða öllum myndefnunum sínum á sýninguna en það hafi gengið misvel. „Ég er búin að reyna að ná í þau en það er frekar erfitt. Ég er búin að bjóða Eddu en ég veit ekki hvort hún kemst.“ Helena, sem er í Mennntaskólanum í Hamrahlíð, hefur farið á eitt myndlistarnámskeið en er annars sjálfmenntuð í faginu. „Þetta er bara mitt áhugamál. Mamma mín er myndlistarkennari og afi minn var útskurðarmeistari. Það eru allir einhvers konar listamenn í fjölskyldunni.“ Sýningin fer fram í kaffihúsinu Energia í Smáralind og stendur yfir út september.- fb Lífið Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira
„Þetta er mín ástríða,“ segir Helena Reynisdóttir, sem hefur opnað sína fyrstu einkasýningu, aðeins sautján ára. „Þetta eru portrettteikningar af frægum leikurum, mjög nákvæmnar teikningar,“ segir Helena, en myndirnar eru sjö talsins. Tvær þeirra eru mjög stórar, af Ingvari E. Sigurðssyni og henni sjálfri. „Ég held að það hafi verið erfiðast út af því að þetta er mitt eigið andlit,“ segir hún um sjálfsmyndina. „Ég sé kannski ef það er eitthvað vitlaust en ég held að aðrir sjái það ekki.“ Aðrir leikarar sem Helena hefur teiknað undanfarna mánuði eru Jón Gnarr, Edda Björgvinsdóttir, Tómas Lemarquis, Baltasar Kormákur og Anita Briem. „Ég ákvað að hafa þema með leikurum. Sýningin heitir Ekki er allt sem sýnist af því að þetta eru leikarar. Maður veit aldrei hvort þetta eru í alvörunni þeir eða hvort þeir eru að leika,“ segir Helena. Aðspurð segist hún hafa reynt að bjóða öllum myndefnunum sínum á sýninguna en það hafi gengið misvel. „Ég er búin að reyna að ná í þau en það er frekar erfitt. Ég er búin að bjóða Eddu en ég veit ekki hvort hún kemst.“ Helena, sem er í Mennntaskólanum í Hamrahlíð, hefur farið á eitt myndlistarnámskeið en er annars sjálfmenntuð í faginu. „Þetta er bara mitt áhugamál. Mamma mín er myndlistarkennari og afi minn var útskurðarmeistari. Það eru allir einhvers konar listamenn í fjölskyldunni.“ Sýningin fer fram í kaffihúsinu Energia í Smáralind og stendur yfir út september.- fb
Lífið Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira