Lét drauminn rætast og gerði plötu með pabba 18. mars 2011 09:00 Oddur Snær Magnússon lét drauminn rætast og tók upp sólóplötu fyrir þrítugsafmæli sitt. „Þetta er hlutur sem ég þurfti að gera áður en ég varð þrítugur," segir Oddur Snær Magnússon, sonur tónlistarmannsins Magnúsar Kjartanssonar. Oddur Snær heldur útgáfuhóf í kvöld, daginn fyrir þrítugsafmælið sitt, í tilefni af sinni fyrstu sólóplötu, Tækifæri. Hún hefur að geyma tökulög sem hafa lengi verið í uppáhaldi hjá honum og verða þau afhjúpuð í útgáfuhófinu í kvöld. „Þetta var seinasti séns til að gera eitthvað svona og þá var náttúrulega slegið til. Ég byrjaði að vinna í þessu í janúar," segir Oddur Snær, sem er ekki þekktur fyrir sönghæfileika sína. Hann ákvað að ganga alla leið með „grínið" því hann pantaði hljóðverstíma hjá föður sínum, lét útbúa plötuumslag með mynd af sér og sendi út fréttatilkynningu til vina og vandamanna, sem komu algjörlega af fjöllum.Umslag plötunnar Tækifæri sem Oddur lét útbúa vegna afmælisins.Aðspurður segir hann að kostulegt hafi verið að vinna með föður sínum í fyrsta sinn. „Þarna var ég með einn reyndasta upptökustjóra Íslands sem hefur unnið með Geirmundi Valtýssyni, Megasi og Hallbirni Hjartarsyni. Ég var þarna í góðra manna hópi undir hans leiðsögn," segir hann léttur og telur sig hafa hitt í mark hjá föður sínum. „Ég held ég hafi komið honum einstaklega á óvart með leyndum sönghæfileikum sem ég er búinn að liggja á eins og ormur á gulli í þrjátíu ár." Oddur Snær hefur lengi staðið í skugganum af systur sinni Margréti Gauju hvað sönghæfileika varðar því hann var fjögurra ára þegar hún söng Sólarsömbu með föður þeirra í Eurovision-keppninni. „Það mætti segja að ég sé að hefna mín núna. Hún er augljóslega að farast úr öfundsýki út af þessari plötu."Magnús Kjartansson.Oddur á reyndar stuttan feril að baki sem tónlistarmaður því hann vann Músíktilraunir með hljómsveitinni Stæner árið 1998 þar sem hann spilaði á hljómborð. Einnig syngur hann með karlakór Kaffibarsins. „Þetta blundar þarna undir niðri. Það er bara spurning um að virkja það." Maggi Kjartans hafði gaman af því að vinna með syni sínum og er sérlega ánægður með bassarödd hans. „Þegar hann tilkynnti mér að hann væri kominn í kór hélt ég að ég væri að heyra vitlaust því ég hafði aldrei heyrt hann syngja," segir hann. „Ég ætla ekki að fella neinn dóm um sönghæfileika hans nema bara að hann heldur lagi og er með þessa bassarödd. En diskurinn og öll þessi uppákoma er ein stór kómedía sem hann er að búa til." freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
„Þetta er hlutur sem ég þurfti að gera áður en ég varð þrítugur," segir Oddur Snær Magnússon, sonur tónlistarmannsins Magnúsar Kjartanssonar. Oddur Snær heldur útgáfuhóf í kvöld, daginn fyrir þrítugsafmælið sitt, í tilefni af sinni fyrstu sólóplötu, Tækifæri. Hún hefur að geyma tökulög sem hafa lengi verið í uppáhaldi hjá honum og verða þau afhjúpuð í útgáfuhófinu í kvöld. „Þetta var seinasti séns til að gera eitthvað svona og þá var náttúrulega slegið til. Ég byrjaði að vinna í þessu í janúar," segir Oddur Snær, sem er ekki þekktur fyrir sönghæfileika sína. Hann ákvað að ganga alla leið með „grínið" því hann pantaði hljóðverstíma hjá föður sínum, lét útbúa plötuumslag með mynd af sér og sendi út fréttatilkynningu til vina og vandamanna, sem komu algjörlega af fjöllum.Umslag plötunnar Tækifæri sem Oddur lét útbúa vegna afmælisins.Aðspurður segir hann að kostulegt hafi verið að vinna með föður sínum í fyrsta sinn. „Þarna var ég með einn reyndasta upptökustjóra Íslands sem hefur unnið með Geirmundi Valtýssyni, Megasi og Hallbirni Hjartarsyni. Ég var þarna í góðra manna hópi undir hans leiðsögn," segir hann léttur og telur sig hafa hitt í mark hjá föður sínum. „Ég held ég hafi komið honum einstaklega á óvart með leyndum sönghæfileikum sem ég er búinn að liggja á eins og ormur á gulli í þrjátíu ár." Oddur Snær hefur lengi staðið í skugganum af systur sinni Margréti Gauju hvað sönghæfileika varðar því hann var fjögurra ára þegar hún söng Sólarsömbu með föður þeirra í Eurovision-keppninni. „Það mætti segja að ég sé að hefna mín núna. Hún er augljóslega að farast úr öfundsýki út af þessari plötu."Magnús Kjartansson.Oddur á reyndar stuttan feril að baki sem tónlistarmaður því hann vann Músíktilraunir með hljómsveitinni Stæner árið 1998 þar sem hann spilaði á hljómborð. Einnig syngur hann með karlakór Kaffibarsins. „Þetta blundar þarna undir niðri. Það er bara spurning um að virkja það." Maggi Kjartans hafði gaman af því að vinna með syni sínum og er sérlega ánægður með bassarödd hans. „Þegar hann tilkynnti mér að hann væri kominn í kór hélt ég að ég væri að heyra vitlaust því ég hafði aldrei heyrt hann syngja," segir hann. „Ég ætla ekki að fella neinn dóm um sönghæfileika hans nema bara að hann heldur lagi og er með þessa bassarödd. En diskurinn og öll þessi uppákoma er ein stór kómedía sem hann er að búa til." freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira