Ráðuneyti í vanskilum vegna samninga 18. mars 2011 06:30 Innanríkisráðuneytið er eina ráðuneytið sem er í vanskilum við Ríkisendurskoðun, sem kallaði eftir öllum þjónustusamningum ráðuneytanna í desember. Samningarnir eru alls 141 talsins og hafa þeir allir skilað sér í hús að undanskildum 16 samningum sem liggja hjá innanríkisráðuneytinu. Ítrekað hefur verið kallað eftir þeim og skilafrestur lengdur. Miðað er við alla núgildandi samninga sem eru í fjárlagafrumvarpinu 2011. Ákveðið var að endurskoða alla samningana í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar á þjónustusamningum menntamálaráðuneytisins við Menntaskólann Hraðbraut og félagsmálaráðuneytisins við meðferðarheimilið Árbót. Verið er að ganga úr skugga um að eftirfylgni með fjárlögum ráðuneytanna til hinna ýmsu stofnana sé samkvæmt áætlun. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir að sá tími sem liðinn er frá því að Ríkisendurskoðun óskaði fyrst eftir samningunum til endurskoðunar sé orðinn allt of langur. Beiðni til innanríkisráðuneytisins hafi verið ítrekuð en Sveinn segir engar útskýringar hafa borist. „Þetta hefur ekki háð okkur fram að þessu, en nú fer þetta að tefja vinnuna,“ segir Sveinn. „Við gefum mönnum frest og höfum ekki verið með nein læti fram að þessu, en ítrekuðum þetta engu að síður. En við fáum engin viðbrögð.“ Ríkisendurskoðun mun ekki byrja að skoða neina samninga fyrr en innanríkisráðuneytið hefur skilað af sér. Þeir 16 samningar sem ráðuneytið á eftir að skila í hús er meðal annars þjónustusamningur við Þjóðkirkju Íslands, sem hljóðar upp á 1,4 milljarða króna, og við Isavia, upp á 2,8 milljarða. Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir töfina fyrst og fremst Ríkisendurskoðun að kenna vegna ónákvæmra fyrirmæla. „Fyrst mátti skilja fyrirspurnina eins og verið væri að biðja um alla samninga sem ráðuneytið hefur gert; eins og við almenna verktaka og Vegagerðina, sem nema hundruðum,“ segir Jóhannes. „En hún var svo umorðuð og það er verið að tína saman upplýsingarnar.“ Hann segir líklegt að samningunum verði skilað inn til Ríkisendurskoðunar í næstu viku. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Innanríkisráðuneytið er eina ráðuneytið sem er í vanskilum við Ríkisendurskoðun, sem kallaði eftir öllum þjónustusamningum ráðuneytanna í desember. Samningarnir eru alls 141 talsins og hafa þeir allir skilað sér í hús að undanskildum 16 samningum sem liggja hjá innanríkisráðuneytinu. Ítrekað hefur verið kallað eftir þeim og skilafrestur lengdur. Miðað er við alla núgildandi samninga sem eru í fjárlagafrumvarpinu 2011. Ákveðið var að endurskoða alla samningana í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar á þjónustusamningum menntamálaráðuneytisins við Menntaskólann Hraðbraut og félagsmálaráðuneytisins við meðferðarheimilið Árbót. Verið er að ganga úr skugga um að eftirfylgni með fjárlögum ráðuneytanna til hinna ýmsu stofnana sé samkvæmt áætlun. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir að sá tími sem liðinn er frá því að Ríkisendurskoðun óskaði fyrst eftir samningunum til endurskoðunar sé orðinn allt of langur. Beiðni til innanríkisráðuneytisins hafi verið ítrekuð en Sveinn segir engar útskýringar hafa borist. „Þetta hefur ekki háð okkur fram að þessu, en nú fer þetta að tefja vinnuna,“ segir Sveinn. „Við gefum mönnum frest og höfum ekki verið með nein læti fram að þessu, en ítrekuðum þetta engu að síður. En við fáum engin viðbrögð.“ Ríkisendurskoðun mun ekki byrja að skoða neina samninga fyrr en innanríkisráðuneytið hefur skilað af sér. Þeir 16 samningar sem ráðuneytið á eftir að skila í hús er meðal annars þjónustusamningur við Þjóðkirkju Íslands, sem hljóðar upp á 1,4 milljarða króna, og við Isavia, upp á 2,8 milljarða. Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir töfina fyrst og fremst Ríkisendurskoðun að kenna vegna ónákvæmra fyrirmæla. „Fyrst mátti skilja fyrirspurnina eins og verið væri að biðja um alla samninga sem ráðuneytið hefur gert; eins og við almenna verktaka og Vegagerðina, sem nema hundruðum,“ segir Jóhannes. „En hún var svo umorðuð og það er verið að tína saman upplýsingarnar.“ Hann segir líklegt að samningunum verði skilað inn til Ríkisendurskoðunar í næstu viku. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira