Lífið

Clooney þoldi ekki athyglissýkina

Georg Clooney og Elisabetta Canalis hafa slitið sambandi sínu. Sagt er að Clooney hafi ekki þolað athyglissýkina í Canalis.
Georg Clooney og Elisabetta Canalis hafa slitið sambandi sínu. Sagt er að Clooney hafi ekki þolað athyglissýkina í Canalis. nordicphotos/getty
George Clooney og ítalska fjölmiðlakonan Elisabetta Canalis ákváðu í júní að slíta samandi sínu. Mikið hefur verið fjallað um sambandsslitin bæði í ítölskum og bandarískum fjölmiðlum og velta menn því fyrir sér hvað hafi valdið slitunum.

US Weekly telur ástæðuna vera þá að Clooney hafi ekki þolað hversu athyglissjúk Canalis var. „Þegar þau voru í fríi eyddi hún ómældum tíma inni í herberginu að gera sig tilbúna til að fara á ströndina. Hún naut þess þegar teknar voru af henni myndir og elskaði athyglina sem sambandið færði henni. George missti brátt áhugann þegar hann varð vitni að þessari hegðun,“ var haft eftir heimildarmanni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.