Lífið

Hrósar lífvörðunum

Lífverðir Parisar Hilton brugðust hárrétt við þegar eltihrellir birtist fyrir utan heimili hennar.
Lífverðir Parisar Hilton brugðust hárrétt við þegar eltihrellir birtist fyrir utan heimili hennar.
Paris Hilton hrósar lífvörðum sínum í hástert fyrir frammistöðu þeirra þegar þeir yfirbuguðu eltihrelli fyrir utan heimili fyrirsætunnar á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna.

Hinn 36 ára James Rainford veittist fyrst að Hilton við dómhús í Kaliforníu á síðasta ári og fékk Hilton í kjölfarið nálgunarbann á hann. Rainford lét sér hins vegar ekki segjast og birtist fyrir utan hús hennar hinn 4. júlí. Lífverðir fyrirsætunnar tóku málin í sínar hendur og á vefsvæði sínu þakkar hún þeim fyrir snör handtök. "Sem betur fer er ég með öflugt öryggiskerfi og fjóra lífverði til taks allan sólarhringinn. Þeir brugðust við áður en viðkomandi náði að meiða einhvern.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.