Framkvæmdastjóri SÍ sammála Bolla - taldi sig ekki geta selt bankabréf 4. mars 2011 10:26 Seðlabankinn. Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna. Tryggvi er annað vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þar sem aðalmeðferð stendur yfir í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaeftirlitsins, sem ákærður er fyrir innherjasvik. Tryggvi bar fyrir dómi að hann hafi átt í dreifðu eignasafni í öllum bönkunum sumarið 2008 en að hann hafi ekki talið sér fært, stöðu sinnar vegna, að eiga viðskipti með bréfin. Baldur, sem átti sæti í þessum sama samráðshópi um fjármálastöðugleika, er ákærður fyrir að hafa hagnýtt sér upplýsingar í eigin þágu þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum 18. og 17. september 2008 fyrir rúmar 192 milljónir króna. Ákæra á hendur Baldri byggir að hluta á fundargerðum samráðshópsins þar sem vitnað er um að Baldur hafi búið yfir ákveðnum upplýsingum. Þegar Baldur gaf skýrslu fyrir dómi á miðvikudag sagðist hann ekki sammála framsetningu í fundargerðum og lýsti jafnvel yfir að þar væri rangt með farið. Tryggvi var ritari samráðshópsins og ritaði því fundargerðir þegar hann var á fundum. Fundargerðir voru sendar rafrænt til fundarmanna eftir fundina og þeir gátu komið athugasemdum á framfæri, sem Tryggvi tók þá tillit til. Hann sagði Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og Ingimund Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóra, hafa gert einna flestar athugasemdir af fulltrúum hópsins og ljóst að þeir hefðu farið vel yfir fundargerðirnar. Spurður af dómara hvort fundargerðirnar væru áreiðanleg heimild um það sem fram fór á fundunum sagði Tryggvi: „Ég reyndi að hafa þær eins vandaðar og ég gat." Fundargerðir samráðshópsins voru í upphafi efnisminni en síðar varð, þar sem aðeins var tæpt á því sem fram fór. Tryggvi bar að eftir því sem staðan á íslenskum fjármálamörkuðum varð alvarlegri urðu fundargerðirnar ítarlegri, í samræmi við óskir annarra fundarmanna. Ekki var hafður sá háttur á að fara yfir fundargerðir í byrjun næsta fundar og votta þær, eins og tíðkast víðast hvar. Vegna þessa eru fundargerðirnar enn merktar „Drög" jafnvel þó þær séu það ekki. Tryggvi segir að upphaflegar fundargerðir, athugasemdir við þær og endanlegar fundargerðir sé allar að finna í skjalasafni Seðlabankans. Þetta er sama mat og Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytisstjóri og formaður samráðshópsins, lagði á eigin stöðu þegar hann taldi sér ekki fært að selja hlutabréf sín í íslensku bönkunum á þessum tíma. Bolli kom fyrir dóminn á miðvikudag. Tengdar fréttir Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Sjá meira
Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna. Tryggvi er annað vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þar sem aðalmeðferð stendur yfir í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaeftirlitsins, sem ákærður er fyrir innherjasvik. Tryggvi bar fyrir dómi að hann hafi átt í dreifðu eignasafni í öllum bönkunum sumarið 2008 en að hann hafi ekki talið sér fært, stöðu sinnar vegna, að eiga viðskipti með bréfin. Baldur, sem átti sæti í þessum sama samráðshópi um fjármálastöðugleika, er ákærður fyrir að hafa hagnýtt sér upplýsingar í eigin þágu þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum 18. og 17. september 2008 fyrir rúmar 192 milljónir króna. Ákæra á hendur Baldri byggir að hluta á fundargerðum samráðshópsins þar sem vitnað er um að Baldur hafi búið yfir ákveðnum upplýsingum. Þegar Baldur gaf skýrslu fyrir dómi á miðvikudag sagðist hann ekki sammála framsetningu í fundargerðum og lýsti jafnvel yfir að þar væri rangt með farið. Tryggvi var ritari samráðshópsins og ritaði því fundargerðir þegar hann var á fundum. Fundargerðir voru sendar rafrænt til fundarmanna eftir fundina og þeir gátu komið athugasemdum á framfæri, sem Tryggvi tók þá tillit til. Hann sagði Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og Ingimund Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóra, hafa gert einna flestar athugasemdir af fulltrúum hópsins og ljóst að þeir hefðu farið vel yfir fundargerðirnar. Spurður af dómara hvort fundargerðirnar væru áreiðanleg heimild um það sem fram fór á fundunum sagði Tryggvi: „Ég reyndi að hafa þær eins vandaðar og ég gat." Fundargerðir samráðshópsins voru í upphafi efnisminni en síðar varð, þar sem aðeins var tæpt á því sem fram fór. Tryggvi bar að eftir því sem staðan á íslenskum fjármálamörkuðum varð alvarlegri urðu fundargerðirnar ítarlegri, í samræmi við óskir annarra fundarmanna. Ekki var hafður sá háttur á að fara yfir fundargerðir í byrjun næsta fundar og votta þær, eins og tíðkast víðast hvar. Vegna þessa eru fundargerðirnar enn merktar „Drög" jafnvel þó þær séu það ekki. Tryggvi segir að upphaflegar fundargerðir, athugasemdir við þær og endanlegar fundargerðir sé allar að finna í skjalasafni Seðlabankans. Þetta er sama mat og Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytisstjóri og formaður samráðshópsins, lagði á eigin stöðu þegar hann taldi sér ekki fært að selja hlutabréf sín í íslensku bönkunum á þessum tíma. Bolli kom fyrir dóminn á miðvikudag.
Tengdar fréttir Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Sjá meira
Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20