Framkvæmdastjóri SÍ sammála Bolla - taldi sig ekki geta selt bankabréf 4. mars 2011 10:26 Seðlabankinn. Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna. Tryggvi er annað vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þar sem aðalmeðferð stendur yfir í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaeftirlitsins, sem ákærður er fyrir innherjasvik. Tryggvi bar fyrir dómi að hann hafi átt í dreifðu eignasafni í öllum bönkunum sumarið 2008 en að hann hafi ekki talið sér fært, stöðu sinnar vegna, að eiga viðskipti með bréfin. Baldur, sem átti sæti í þessum sama samráðshópi um fjármálastöðugleika, er ákærður fyrir að hafa hagnýtt sér upplýsingar í eigin þágu þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum 18. og 17. september 2008 fyrir rúmar 192 milljónir króna. Ákæra á hendur Baldri byggir að hluta á fundargerðum samráðshópsins þar sem vitnað er um að Baldur hafi búið yfir ákveðnum upplýsingum. Þegar Baldur gaf skýrslu fyrir dómi á miðvikudag sagðist hann ekki sammála framsetningu í fundargerðum og lýsti jafnvel yfir að þar væri rangt með farið. Tryggvi var ritari samráðshópsins og ritaði því fundargerðir þegar hann var á fundum. Fundargerðir voru sendar rafrænt til fundarmanna eftir fundina og þeir gátu komið athugasemdum á framfæri, sem Tryggvi tók þá tillit til. Hann sagði Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og Ingimund Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóra, hafa gert einna flestar athugasemdir af fulltrúum hópsins og ljóst að þeir hefðu farið vel yfir fundargerðirnar. Spurður af dómara hvort fundargerðirnar væru áreiðanleg heimild um það sem fram fór á fundunum sagði Tryggvi: „Ég reyndi að hafa þær eins vandaðar og ég gat." Fundargerðir samráðshópsins voru í upphafi efnisminni en síðar varð, þar sem aðeins var tæpt á því sem fram fór. Tryggvi bar að eftir því sem staðan á íslenskum fjármálamörkuðum varð alvarlegri urðu fundargerðirnar ítarlegri, í samræmi við óskir annarra fundarmanna. Ekki var hafður sá háttur á að fara yfir fundargerðir í byrjun næsta fundar og votta þær, eins og tíðkast víðast hvar. Vegna þessa eru fundargerðirnar enn merktar „Drög" jafnvel þó þær séu það ekki. Tryggvi segir að upphaflegar fundargerðir, athugasemdir við þær og endanlegar fundargerðir sé allar að finna í skjalasafni Seðlabankans. Þetta er sama mat og Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytisstjóri og formaður samráðshópsins, lagði á eigin stöðu þegar hann taldi sér ekki fært að selja hlutabréf sín í íslensku bönkunum á þessum tíma. Bolli kom fyrir dóminn á miðvikudag. Tengdar fréttir Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna. Tryggvi er annað vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þar sem aðalmeðferð stendur yfir í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaeftirlitsins, sem ákærður er fyrir innherjasvik. Tryggvi bar fyrir dómi að hann hafi átt í dreifðu eignasafni í öllum bönkunum sumarið 2008 en að hann hafi ekki talið sér fært, stöðu sinnar vegna, að eiga viðskipti með bréfin. Baldur, sem átti sæti í þessum sama samráðshópi um fjármálastöðugleika, er ákærður fyrir að hafa hagnýtt sér upplýsingar í eigin þágu þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum 18. og 17. september 2008 fyrir rúmar 192 milljónir króna. Ákæra á hendur Baldri byggir að hluta á fundargerðum samráðshópsins þar sem vitnað er um að Baldur hafi búið yfir ákveðnum upplýsingum. Þegar Baldur gaf skýrslu fyrir dómi á miðvikudag sagðist hann ekki sammála framsetningu í fundargerðum og lýsti jafnvel yfir að þar væri rangt með farið. Tryggvi var ritari samráðshópsins og ritaði því fundargerðir þegar hann var á fundum. Fundargerðir voru sendar rafrænt til fundarmanna eftir fundina og þeir gátu komið athugasemdum á framfæri, sem Tryggvi tók þá tillit til. Hann sagði Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og Ingimund Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóra, hafa gert einna flestar athugasemdir af fulltrúum hópsins og ljóst að þeir hefðu farið vel yfir fundargerðirnar. Spurður af dómara hvort fundargerðirnar væru áreiðanleg heimild um það sem fram fór á fundunum sagði Tryggvi: „Ég reyndi að hafa þær eins vandaðar og ég gat." Fundargerðir samráðshópsins voru í upphafi efnisminni en síðar varð, þar sem aðeins var tæpt á því sem fram fór. Tryggvi bar að eftir því sem staðan á íslenskum fjármálamörkuðum varð alvarlegri urðu fundargerðirnar ítarlegri, í samræmi við óskir annarra fundarmanna. Ekki var hafður sá háttur á að fara yfir fundargerðir í byrjun næsta fundar og votta þær, eins og tíðkast víðast hvar. Vegna þessa eru fundargerðirnar enn merktar „Drög" jafnvel þó þær séu það ekki. Tryggvi segir að upphaflegar fundargerðir, athugasemdir við þær og endanlegar fundargerðir sé allar að finna í skjalasafni Seðlabankans. Þetta er sama mat og Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytisstjóri og formaður samráðshópsins, lagði á eigin stöðu þegar hann taldi sér ekki fært að selja hlutabréf sín í íslensku bönkunum á þessum tíma. Bolli kom fyrir dóminn á miðvikudag.
Tengdar fréttir Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20