Framkvæmdastjóri SÍ sammála Bolla - taldi sig ekki geta selt bankabréf 4. mars 2011 10:26 Seðlabankinn. Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna. Tryggvi er annað vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þar sem aðalmeðferð stendur yfir í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaeftirlitsins, sem ákærður er fyrir innherjasvik. Tryggvi bar fyrir dómi að hann hafi átt í dreifðu eignasafni í öllum bönkunum sumarið 2008 en að hann hafi ekki talið sér fært, stöðu sinnar vegna, að eiga viðskipti með bréfin. Baldur, sem átti sæti í þessum sama samráðshópi um fjármálastöðugleika, er ákærður fyrir að hafa hagnýtt sér upplýsingar í eigin þágu þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum 18. og 17. september 2008 fyrir rúmar 192 milljónir króna. Ákæra á hendur Baldri byggir að hluta á fundargerðum samráðshópsins þar sem vitnað er um að Baldur hafi búið yfir ákveðnum upplýsingum. Þegar Baldur gaf skýrslu fyrir dómi á miðvikudag sagðist hann ekki sammála framsetningu í fundargerðum og lýsti jafnvel yfir að þar væri rangt með farið. Tryggvi var ritari samráðshópsins og ritaði því fundargerðir þegar hann var á fundum. Fundargerðir voru sendar rafrænt til fundarmanna eftir fundina og þeir gátu komið athugasemdum á framfæri, sem Tryggvi tók þá tillit til. Hann sagði Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og Ingimund Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóra, hafa gert einna flestar athugasemdir af fulltrúum hópsins og ljóst að þeir hefðu farið vel yfir fundargerðirnar. Spurður af dómara hvort fundargerðirnar væru áreiðanleg heimild um það sem fram fór á fundunum sagði Tryggvi: „Ég reyndi að hafa þær eins vandaðar og ég gat." Fundargerðir samráðshópsins voru í upphafi efnisminni en síðar varð, þar sem aðeins var tæpt á því sem fram fór. Tryggvi bar að eftir því sem staðan á íslenskum fjármálamörkuðum varð alvarlegri urðu fundargerðirnar ítarlegri, í samræmi við óskir annarra fundarmanna. Ekki var hafður sá háttur á að fara yfir fundargerðir í byrjun næsta fundar og votta þær, eins og tíðkast víðast hvar. Vegna þessa eru fundargerðirnar enn merktar „Drög" jafnvel þó þær séu það ekki. Tryggvi segir að upphaflegar fundargerðir, athugasemdir við þær og endanlegar fundargerðir sé allar að finna í skjalasafni Seðlabankans. Þetta er sama mat og Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytisstjóri og formaður samráðshópsins, lagði á eigin stöðu þegar hann taldi sér ekki fært að selja hlutabréf sín í íslensku bönkunum á þessum tíma. Bolli kom fyrir dóminn á miðvikudag. Tengdar fréttir Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna. Tryggvi er annað vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þar sem aðalmeðferð stendur yfir í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaeftirlitsins, sem ákærður er fyrir innherjasvik. Tryggvi bar fyrir dómi að hann hafi átt í dreifðu eignasafni í öllum bönkunum sumarið 2008 en að hann hafi ekki talið sér fært, stöðu sinnar vegna, að eiga viðskipti með bréfin. Baldur, sem átti sæti í þessum sama samráðshópi um fjármálastöðugleika, er ákærður fyrir að hafa hagnýtt sér upplýsingar í eigin þágu þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum 18. og 17. september 2008 fyrir rúmar 192 milljónir króna. Ákæra á hendur Baldri byggir að hluta á fundargerðum samráðshópsins þar sem vitnað er um að Baldur hafi búið yfir ákveðnum upplýsingum. Þegar Baldur gaf skýrslu fyrir dómi á miðvikudag sagðist hann ekki sammála framsetningu í fundargerðum og lýsti jafnvel yfir að þar væri rangt með farið. Tryggvi var ritari samráðshópsins og ritaði því fundargerðir þegar hann var á fundum. Fundargerðir voru sendar rafrænt til fundarmanna eftir fundina og þeir gátu komið athugasemdum á framfæri, sem Tryggvi tók þá tillit til. Hann sagði Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og Ingimund Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóra, hafa gert einna flestar athugasemdir af fulltrúum hópsins og ljóst að þeir hefðu farið vel yfir fundargerðirnar. Spurður af dómara hvort fundargerðirnar væru áreiðanleg heimild um það sem fram fór á fundunum sagði Tryggvi: „Ég reyndi að hafa þær eins vandaðar og ég gat." Fundargerðir samráðshópsins voru í upphafi efnisminni en síðar varð, þar sem aðeins var tæpt á því sem fram fór. Tryggvi bar að eftir því sem staðan á íslenskum fjármálamörkuðum varð alvarlegri urðu fundargerðirnar ítarlegri, í samræmi við óskir annarra fundarmanna. Ekki var hafður sá háttur á að fara yfir fundargerðir í byrjun næsta fundar og votta þær, eins og tíðkast víðast hvar. Vegna þessa eru fundargerðirnar enn merktar „Drög" jafnvel þó þær séu það ekki. Tryggvi segir að upphaflegar fundargerðir, athugasemdir við þær og endanlegar fundargerðir sé allar að finna í skjalasafni Seðlabankans. Þetta er sama mat og Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytisstjóri og formaður samráðshópsins, lagði á eigin stöðu þegar hann taldi sér ekki fært að selja hlutabréf sín í íslensku bönkunum á þessum tíma. Bolli kom fyrir dóminn á miðvikudag.
Tengdar fréttir Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20