Leikkonan Jennifer Aniston, 42 ára, var mynduð á Four Seasons hótelinu í Beverly Hills klædd í silfraðan Kaufman Franco kjól sem var áberandi fleginn að framan og aftan eins og sjá má á myndunum.
Um var að ræða viðburð á vegum Elle tímaritsins sem var tileinkaður konum í Hollywood. Þá má sjá að vel fór á með Jennifer og leikkonunni Reese Witherspoon.
Dragðu tarotspil dagsins!

