Lífið

Brúðkaupi aflýst

Eftir hálfs árs trúlofun er sambandið búið milli Jesse James og Kat Von D.
Eftir hálfs árs trúlofun er sambandið búið milli Jesse James og Kat Von D. Mynd/Nordicphoto/getty
Mótorhjólasmiðurinn Jesse James og húðflúrarinn frægi Kat Von D eru hætt saman og þar af leiðandi er brúðkaupi þeirra aflýst.

James, sem er hvað frægastur fyrir hjónaband þeirra Söndru Bullock Óskarsverðlaunahafa, setti skilaboðin á Twitter í byrjun mánaðarins: „Það er ótrúlegt að hlutirnir geta breyst frá því að vera dásamlegir í að vera ömurlegir á stuttum tíma.“ Enn er óljóst hver orsök sambandsslitanna er en vinir James halda því fram að hann hafi fengið nóg af dramatíkinni í sambandinu.

Kat Von D er frægt nafn í Bandaríkjunum þar sem hún er stjarna í eigin raunveruleikaþætti sem nefnist LA Ink.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.