Lífið

Með rassinn í röntgen

Kim Kardashian fór í röntgen með bakhlutann á sér til þess að sýna heiminum að engar ígræðslur væru þar að finna.
Kim Kardashian fór í röntgen með bakhlutann á sér til þess að sýna heiminum að engar ígræðslur væru þar að finna. MYNDIR/Cover Media
Kim Kardashian hefur nú farið í röntgenmyndatöku með sinn heimsfræga rass, til þess að sýna heiminum að þar sé engar ígræðslur að finna. Það voru systur hennar, Kourtney og Khloe, sem mönuðu hana í myndatökunua en Kim hefur oft þurft að hlusta á sögur um að rass hennar sé ekki ekta.

„Systur mínar hafa skorað á mig að fara í röntgenmyndatöku því það halda svo margir að ég sé með rassígræðslur og ég er orðin svo þreytt á þessu," sagði Kim í nýjasta þætti af „Keeping up with the Kardashians" sem er raunveruleikaþáttur fjölskyldunnar.

Eftir myndatökuna, tók læknirinn einnig röntgenmynd af brjóstum Kourtney til samanburðar við rass Kim og sáust þá greinilega ígræðslurnar. Rassinn á Kim Kardashian er ekta. Hann má skoða betur í meðfylgjandi myndaalbúmi.

Frítt prinsessu-dagkrem. Vertu með í Facebookleik Lífsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.