Vilja kjörna fulltrúa burt úr stjórn OR 21. júní 2011 06:00 orkuveita reykjavíkur Nefnd um eigendastefnu hefur skilað af sér drögum. Í henni áttu sæti fulltrúar meiri- og minnihluta í Reykjavík, auk fulltrúa Akraness og Borgarbyggðar. Dagur og Sóley eiga bæði sæti í nefndinni.fréttablaðið/róbert dagur b. eggertsson Skil verða á milli stjórnar og eigenda Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verði hugmyndir meirihlutans í Reykjavík að veruleika. Vilji hans stendur til þess að kjörnir fulltrúir sitji ekki í stjórn OR heldur verði ráðið í hana eftir hæfni. Þetta kemur fram í drögum að eigendastefnu fyrirtækisins sem unnið hefur verið að í tæpt ár. Drögin verða kynnt á ársfundi á fimmtudag, þeim fyrsta í sögu fyrirtækisins sem verður opinn, og liggja til umsagnar til 15. ágúst. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir það skýra stefnu meirihlutans að koma pólitíkinni út úr fyrirtækinu. „Við viljum að pólitískar ákvarðanir séu teknar í sveitarstjórnum en fyrst og fremst eigi að velja stjórnarmenn á grundvelli hæfniskrafna, en ekki úr röðum sveitarstjórnarfólks.“ Dagur segir eigendastefnuna greina skýrar á milli eigendahlutverks sveitarstjórnafulltrúa, sem sé nátengt pólitískri stefnumótun, og hefðbundins hlutverks stjórnarmanna sem bera ábyrgð gagnvart fyrirtækinu. Hann vísar til fyrirtækis eins og Félagsbústaða hf., sem er í fullri eigu borgarinnar án þess að kjörnir fulltrúar eigi sæti í stjórn þess. Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir grundvallarágreining um þetta atriði. Vinstri græn telji að í stjórn OR eigi að sitja kjörnir fulltrúar enda sé um mikið hagsmunamál umbjóðenda þeirra að ræða, ekki ólíkt ýmsum sviðum borgarinnar, svo sem menntasviði. Ábyrgð kjörinna fulltrúa liggi einnig í því að stýra fyrirtækjum borgarinnar, eins og OR, Strætó og Faxaflóahöfnum. Þá segir Sóley að málefni gagnaveitunnar séu skilin eftir í drögunum og ekki vilji allir skilgreina hana sem kjarnastarfsemi. Flokkur hennar sé á móti sölu hennar til einkaaðila. Dagur segir gagnaveituna vera hluta kjarnastarfseminnar en samkvæmt fimm ára áætlun verði skoðað hvort hægt sé að vinna að fjármögnun hennar eða sölu að öllu leyti eða hluta. OR sé í þess háttar stöðu að ekkert sé tryggt í því. Dagur og Sóley eru sammála um að með eigendastefnunni sé stjórninni settar fastari skorður. kolbeinn@frettabladid.issóley tómasdóttir Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
dagur b. eggertsson Skil verða á milli stjórnar og eigenda Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verði hugmyndir meirihlutans í Reykjavík að veruleika. Vilji hans stendur til þess að kjörnir fulltrúir sitji ekki í stjórn OR heldur verði ráðið í hana eftir hæfni. Þetta kemur fram í drögum að eigendastefnu fyrirtækisins sem unnið hefur verið að í tæpt ár. Drögin verða kynnt á ársfundi á fimmtudag, þeim fyrsta í sögu fyrirtækisins sem verður opinn, og liggja til umsagnar til 15. ágúst. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir það skýra stefnu meirihlutans að koma pólitíkinni út úr fyrirtækinu. „Við viljum að pólitískar ákvarðanir séu teknar í sveitarstjórnum en fyrst og fremst eigi að velja stjórnarmenn á grundvelli hæfniskrafna, en ekki úr röðum sveitarstjórnarfólks.“ Dagur segir eigendastefnuna greina skýrar á milli eigendahlutverks sveitarstjórnafulltrúa, sem sé nátengt pólitískri stefnumótun, og hefðbundins hlutverks stjórnarmanna sem bera ábyrgð gagnvart fyrirtækinu. Hann vísar til fyrirtækis eins og Félagsbústaða hf., sem er í fullri eigu borgarinnar án þess að kjörnir fulltrúar eigi sæti í stjórn þess. Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir grundvallarágreining um þetta atriði. Vinstri græn telji að í stjórn OR eigi að sitja kjörnir fulltrúar enda sé um mikið hagsmunamál umbjóðenda þeirra að ræða, ekki ólíkt ýmsum sviðum borgarinnar, svo sem menntasviði. Ábyrgð kjörinna fulltrúa liggi einnig í því að stýra fyrirtækjum borgarinnar, eins og OR, Strætó og Faxaflóahöfnum. Þá segir Sóley að málefni gagnaveitunnar séu skilin eftir í drögunum og ekki vilji allir skilgreina hana sem kjarnastarfsemi. Flokkur hennar sé á móti sölu hennar til einkaaðila. Dagur segir gagnaveituna vera hluta kjarnastarfseminnar en samkvæmt fimm ára áætlun verði skoðað hvort hægt sé að vinna að fjármögnun hennar eða sölu að öllu leyti eða hluta. OR sé í þess háttar stöðu að ekkert sé tryggt í því. Dagur og Sóley eru sammála um að með eigendastefnunni sé stjórninni settar fastari skorður. kolbeinn@frettabladid.issóley tómasdóttir
Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira