Hljómsveitin Agent Fresco kemur fram á Hróarskeldu 6. apríl 2011 07:00 "Hróarskelda er búin að vera í uppáhaldi ógeðslega lengi. Ég hef farið fimm eða sex sinnum á hátíðina," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco. Agent Fresco kemur fram á Hróarskelduhátíðinni sem fer fram í Danmörku 30. júní til 3. júlí. Hljómsveitin er enn sem komið er sú eina frá Íslandi sem hefur verið bókuð á hátíðina í ár, en í fyrra komu hljómsveitirnar FM Belfast og Sólstafir þar fram og árið þar áður voru Hjaltalín og Kira Kira fulltrúar íslensku þjóðarinnar á þessari stærstu tónlistarhátíð Danmerkur. Arnór segir að hátíðin verði mikilvægur hlekkur í skipulagi Agent Fresco í sumar, en hljómsveitin stefnir á að vera á tónleikaferðalagi um Evrópu stærstan hluta sumarsins. "Við byggjum túrinn þá í kringum hátíðina," segir Arnór. "Þetta er svo frábær hátíð og það hjálpar nú þegar við erum að stíga fyrstu skrefin í Evrópu að koma þar fram – við ætlum að láta í okkur heyra í fyrsta skipti í Þýskalandi, Póllandi, Austurríki og Sviss." Fulltrúi Hróarskeldu mætti á Iceland Airwaves í október á síðasta ári og sendi strákunum í Agent Fresco póst eftir hátíðina. Þeir komu til hans plötu í gegnum vin Arnórs í Danmörku og skömmu síðar fengu þeir annan póst með boði um að koma fram á Hróarskeldu. Agent Fresco kemur fram í Pavilion Junior-tjaldinu, en á vefsíðu hátíðarinnar er talað um að hljómsveitir framtíðarinnar komi þar fram. "Vonandi opnar þetta dyrnar að einhverju stærra," segir Arnór. "Það komast margir í þetta tjald og það er alltaf vel mætt. Það yrði tryllt að fá marga áhorfendur." Strákarnir í Agent Fresco eru allir miklir áhugamenn um Hróarskelduhátíðina og Arnór segir þá ætla að vera eins lengi og þeir geta á hátíðinni. "Við skoðuðum strax hvort það sé séns að vera aðeins lengur á hátíðinni – að minnsta kosti í einn dag," segir Arnór. "Það versta við að vera í hljómsveit er að maður fær engan tíma til að sjá hinar hljómsveitirnar. Vonum að það reddist. Ég vona líka að ég nái að kíkja til mömmu í mat." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira
"Hróarskelda er búin að vera í uppáhaldi ógeðslega lengi. Ég hef farið fimm eða sex sinnum á hátíðina," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco. Agent Fresco kemur fram á Hróarskelduhátíðinni sem fer fram í Danmörku 30. júní til 3. júlí. Hljómsveitin er enn sem komið er sú eina frá Íslandi sem hefur verið bókuð á hátíðina í ár, en í fyrra komu hljómsveitirnar FM Belfast og Sólstafir þar fram og árið þar áður voru Hjaltalín og Kira Kira fulltrúar íslensku þjóðarinnar á þessari stærstu tónlistarhátíð Danmerkur. Arnór segir að hátíðin verði mikilvægur hlekkur í skipulagi Agent Fresco í sumar, en hljómsveitin stefnir á að vera á tónleikaferðalagi um Evrópu stærstan hluta sumarsins. "Við byggjum túrinn þá í kringum hátíðina," segir Arnór. "Þetta er svo frábær hátíð og það hjálpar nú þegar við erum að stíga fyrstu skrefin í Evrópu að koma þar fram – við ætlum að láta í okkur heyra í fyrsta skipti í Þýskalandi, Póllandi, Austurríki og Sviss." Fulltrúi Hróarskeldu mætti á Iceland Airwaves í október á síðasta ári og sendi strákunum í Agent Fresco póst eftir hátíðina. Þeir komu til hans plötu í gegnum vin Arnórs í Danmörku og skömmu síðar fengu þeir annan póst með boði um að koma fram á Hróarskeldu. Agent Fresco kemur fram í Pavilion Junior-tjaldinu, en á vefsíðu hátíðarinnar er talað um að hljómsveitir framtíðarinnar komi þar fram. "Vonandi opnar þetta dyrnar að einhverju stærra," segir Arnór. "Það komast margir í þetta tjald og það er alltaf vel mætt. Það yrði tryllt að fá marga áhorfendur." Strákarnir í Agent Fresco eru allir miklir áhugamenn um Hróarskelduhátíðina og Arnór segir þá ætla að vera eins lengi og þeir geta á hátíðinni. "Við skoðuðum strax hvort það sé séns að vera aðeins lengur á hátíðinni – að minnsta kosti í einn dag," segir Arnór. "Það versta við að vera í hljómsveit er að maður fær engan tíma til að sjá hinar hljómsveitirnar. Vonum að það reddist. Ég vona líka að ég nái að kíkja til mömmu í mat." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira