Sport

NFL: Brees setti nýtt met í sigri New Orleans á Atlanta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Drew Breese í leiknum í nótt.
Drew Breese í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images
Leikstjórnandinn Drew Brees bætti í nótt 27 ára gamalt met Dan Marino þegar að lið hans, New Orelans Saints, vann stórsigur á Atlanta Falcons, 45-16, í NFL-deildinni í nótt.

Brees hefur í fyrstu fimmtán leikjum tímabilsins gefið boltann samtals 5087 jarda, þremur meira en Marino gerði á sínum tíma. Hann náði samtals 307 jördum í nótt og sá til þess að New Orleans vann auðveldan sigur.

New Orleans hefur unnið tólf leiki af fimmtán á tímabilinu og unnið sjö í röð. Liðið tryggir sér annað sæti Þjóðardeildarinnar með sigri á Caroline í lokaumferð deildakeppninnar um næstu helgi - en aðeins ef San Francisco tapar sínum leik.

Níu lið hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni nú þegar:

Ameríkudeildin:

New England Patriots (sleppir við fyrstu umferðina)

Baltimore Ravens

Pittsburgh Steelers

Houson Texans (öruggt með þriðja sætið)

Þjóðardeildin:

Green Bay Packers (öruggt með fyrsta sætið, sleppur við fyrstu umferðina)

Detroit Lions

New Orleans Saints

Atlanta Falcons

San Francisco 49ers

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×