Innlent

Nokkuð um slagsmál í miðbænum

Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Margir lögðu leið sína í miðbæinn og var nokkuð um slagsmál á milli manna, enginn meiddist þó alvarlega. Þá þurfti lögregla að fara í nokkur útköll vegna skemmtana í heimahúsum og hávaða vegna þeirra. Sex gista fangageymslur lögreglu eftir nóttina.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kalla út snemma í morgun að húsi á Rauðarárstíg. Enginn eldur reyndist þó vera í íbúðinni heldur aðeins reykur og kom í ljós að húsráðandi hafði sofnað út frá eldamennsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×