Innlent

Gistu í fangaklefa vegna leiðinda

Tveir gistu í fangaklefa á Akureyri í nótt en að sögn varðstjóra voru þeir handteknir vegna ölvunar og almennra leiðinda, eins og hann orðar það sjálfur. Einn var tekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna fyrir norðan í nótt en nokkuð mikill erill var hjá lögreglunni. Þá var einn tekinn grunaður um ölvunarakstur nú rétt fyrir klukkan sex í umdæmi lögreglunnar á Selfossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×