Innlent

Rafmagn komið á í Eyjum

Allt rafmagn fór af í Vestmannaeyjum um klukkan tuttugu mínútur yfir í níu í morgun og varði það í rúman klukkutíma. Að sögn lögreglunnar í bænum fengust þau svör hjá HS Veitum að um bilun uppi á fastalandinu hafi verið að ræða. Þegar til stóð að gangsetja vararafstöð í bænum bilaði hún og því fór sem fór. Klukkan tuttugu og fimm mínútur í ellefu kom rafmagnið aftur á í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×