Innlent

Þrálát bræla stoppar loðnuveiðarnar

Flest loðnuskipin eru í höfn vegna þrálátrar bræðu á Grænlandssundi, þar sem helsta veiðivonin er.

Áfram er spáð stormi á 10 af 17 miðum umhverfis landið, meðal annars á Grænlandssundi, þannig að útlitið er ekki gott.

Nánast samfelld bræla hefur verið á loðnumiðunum  frá því að vertíðin hófst í október og aðeins búið að veiða innan við níu þúsund tonn það sem af er vertíðinni. Loðnusjómenn segjast ekki muna annað eins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×