Innlent

Fikt með úðabrúsa endaði með sprengingu

Karlmaður á þrítugsaldri, hafði næstum farið sér að voða og hlaut fyrsta og annars stigs bruna þegar hann var að fikta með própangas og kveikti í lakkúðabrúsum, sem sprungu og sköpuðu eldhaf.

Þetta gerðist um þrjú leitið í nótt í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði og kallaði félagi hans eftir hjálp. Maðurinn var fluttur á slysadeild Landsspítalans þar sem hann er enn, en hinn manninn sakaði ekki.

Talið er að mennirnir hafi haft áfengi um hönd og því farið óvarlega, því innihald lakkúðabrúsa er mjög eldfimt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×