Innlent

Hundur ók á bíl í Eyjum

Mynd/Óskar Friðriksson
Árekstur varð við verslunina Vöruval í Vestamannaeyjum í dag. Um aftanákeyrslu var að ræða þar sem bíl var ekið á annan kyrrstæðan. Hið undarlega í málinu er, að ökumaðurinn var ekki maður, heldur hundur.

Frá þessu er greint á Eyjafréttum en eigandi bílsins sem ekið var á hafð skroppið inn í verslunina. Hundurinn var hinsvegar í hinum bílnum og eigandi hans hafði skilið hann eftir í gangi. Hundurinn virðist hafa rekist í gírstöngina þannig að bíllinn fór af stað og hafnaði á hinum. Að sögn lögreglunnar í Eyjum var tjónið minniháttar en lögregla fór þó á staðinn og aðstoðaði bíleigendur við að fylla út tjónaskýrslu.

„Málið telst að mestu upplýst en skýrsla verður tekin af ökuþórnum við fyrsta tækifæri," sagð lögreglumaðurinn við Eyjafréttir í léttu gríni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×