Innlent

Bílþjófur tekinn - ekur bara próflaus í undantekningartilfellum

Lögreglan handtók tvo menn á stolnum bíl í miðborginni í gær en bílnum hafði verið stolið í vesturbænum fyrir hádegi. Mennirnir voru handteknir og vistaðir í fangageymslu lögreglunnar.

„Sá sem var við stýrið reyndist vera undir áhrifum fíkniefna en viðkomandi hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Spurður um þann þátt málsins að aka sviptur svaraði maðurinn því til að það gerði hann bara í undantekningartilfellum!,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×