Innlent

Herjólfur siglir til Landeyja í dag

MYND/Arnþór
Herjólfur mun sigla milli Eyja og Landeyjahafnar í dag þar sem dýptarmælingar sýna að það sé óhætt. Dýpið er þó ekki meira en það að sæta verður sjávarfalla.

Þess vegna verða ekki farnar nema tvær ferðir í stað fjögurra, þegar allt er í lagi. Enn þarf að dýpka á ákveðnum svæðum utan hafnarinnar til að svo megi verða.

Í tilkynningu segir að aðstæður geti breyst hratt og eru farþegar beðnir að fylgjast með gangi mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×