Innlent

Brunabjallan í gang í Seðlabankanum þegar ákvörðun ESA varð ljós

Um það leyti sem ESA gerði ljósa ákvörðun sína um að stefna Íslandi vegna Icesave-deilunnar var blaðamannafundur í Seðlabankanum þar sem nýtt rit bankans sem ber heitið Fjármálastöðugleiki var kynnt. Þar fór Már Guðmundsson yfir stöðuna og sagði hana hafa styrkst frá því ritið kom síðast út í vor. Már sagði þó að ástandið væri enn viðkvæmt ekki síst í ljósi ástandsins á mörkuðum í Evrópu.

Seðlabankastjóri minntist reyndar ekkert á Icesave málið í ræðu sinni, en það var eins og málið sjálft hefði minnt á sig, því eftir að Már lauk ræðu sinni fór brunaviðvörunarkerfi bankans í gang með miklum látum. Starfsfólk bankans rauk út á stétt en aðeins var um bilun í kerfinu að ræða, sem betur fer.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×