Innlent

Vodafone ekki til rannsóknar

Fyrirtækið Vodafone er ekki til rannsóknar eftir að í ljós kom að grunaðir menn hefðu verið upplýstir um að það væri verið að hlera þá. Í fréttum Fréttablaðsins, Vísis og Bylgjunnar í dag kom fram að starfsmenn tveggja símafyrirtækja séu grunaðir um að hafa upplýst grunaða menn um að símtæki þeirra væru hleruð vegna rannsókna á vegum Embættis sérstaks saksóknara.

Vegna fréttanna óskar Vodafone eftir því að koma eftirfarandi á framfæri:

"Engar athugasemdir hafa borist Vodafone vegna vinnulags við framkvæmd hlerana eða þeirra starfsmanna sem vinna með lögreglu að framkvæmdinni að undangengnum dómsúrskurði. Þvert á móti hefur bæði vinnulagi Vodafone og einstökum starfsmönnum verið hrósað fyrir mikla fagmennsku.

Í kjölfar áðurnefndra frétta óskaði Vodafone eftir upplýsingum um umrædd mál hjá lögreglu. Þar fengust þau svör, að engar upplýsingar yrðu veittar Vodafone enda væri fyrirtækið ekki til rannsóknar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×