Innlent

Lögreglumaður gerður að heiðursháskólaborgara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Formaður SHÍ heiðrar lögreglumanninn.
Formaður SHÍ heiðrar lögreglumanninn.
Lögreglumaður sem kom bensínlausum stúdent við Háskóla Íslands til hjálpar þegar hann var á leið í próf fékk veitt heiðursverðlaun frá Stúdentaráði Háskóla Íslands í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Stúdentaráði ók lögreglumaðurinn stúdentinum á bensínstöð og aftur að bílnum og hlýddi honum yfir námsefnið á leiðinni. Stúdentaráð kallar lögreglumanninn sannkallaðan heiðursháskólaborgara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×