Innlent

Borgin bjargar skóginum í Öskjuhlíð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skóginum í Öskjuhlíð hefur verið bjargað.
Skóginum í Öskjuhlíð hefur verið bjargað. mynd/ vilhelm.
Kröfu Isavia, sem rekur meðal annars Reykjavíkurflugvöll, um að fella stóran hluta elsta skógarins í Öskjuhlíð var hafnað í umhverfis- og samgönguráði í dag. „Það náðist samstaða um það að verða ekki við ósk þeirra um að fella þessi tré - meðal annars eftir að við lásum umsögn Skógræktarfélags Reykjavíkur," segir Gísli Marteinn Baldursson, annar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, í samtali við Vísi.

Í umsögn sinni segist Skógræktarfélag Reykjavíkur leggjast alfarið gegn þeirri umfangsmiklu trjáeyðingu sem sé í uppsiglingu í Öskjuhlíð. Það taki trjáplöntur hálfa öld að ná þeirri hæð sem trén í Öskjuhlíð hafi náð.

Ákvörðun um að hafna kröfu Isavia var samþykkt af fulltrúum allra flokka í umhverfis- og samgönguráði nema VG. Þeir vildu fresta málinu.

Vísir náði ekki sambandi við Karl Sigurðsson, formann umhverfis- og samgönguráðs, við vinnslu þessarar fréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×