Sjálfstæði Palestínu viðurkennt með formlegum hætti 15. desember 2011 16:00 Mynd/Ragnar TH. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra og Dr. Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, staðfestu í dag með formlegum hætti upptöku stjórnmálasambands milli Íslands og Palestínu. „Í orðsendingu sem utanríkisráðherra Íslands afhenti Dr. Malki kemur fram að samkvæmt ályktun Alþingis frá 29. nóvember 2011 hafi íslensk stjórnvöld frá og með 15. desember 2011 viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. „Á blaðamannafundi að lokinni viðurkenningunni sagði utanríkisráðherra að með henni standi íslensk stjórnvöld við fyrri yfirlýsingar sínar um stuðning Íslands við baráttu Palestínumanna fyrir sjálfstæði. Þakkaði utanríkisráðherra fyrir þann breiða stuðning sem Alþingi hafi sýnt málstað Palestínu og að miklu skipti að ályktun Alþingis hafi verið samþykkt mótatkvæðalaust. Hann sagði viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu vera réttlætismál og ítrekaði jafnframt stuðning Íslands við aðild Palestínu að Sameinuðu Þjóðunum.“ Dr. Malki sagði samband Íslands og Palestínu einstakt og bar íslenskum stjórnvöldum, Alþingi og íslensku þjóðinni þakkir forseta síns og palestínsku þjóðarinnar. „Hann sagði ákvörðun Íslands miklu skipta þar sem nú væri Palestína viðurkennd í fyrsta sinn af ríki í vestur- og norðurhluta Evrópu. Hann vænti þess að þetta hefði áhrif á aðrar þjóðir sem vonandi feti í fótspor Íslands sem myndi hafa jákvæð áhrif á friðarumleitanir og öryggi í Mið-Austurlöndum. Þá sagði hann 130 ríki nú viðurkenna Palestínuríki sem sé mikil hvatning fyrir Palestínumenn að halda áfram uppbyggingu sjálfstæðs lýðræðisríkis. Dr. Malki sagði að Palestínumönnum muni ávallt verða minnisstætt að samþykkt Alþingis átti sér stað hinn 29. nóvember sem er alþjóðlegur samstöðudagur með palestínsku þjóðinni.“ Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra og Dr. Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, staðfestu í dag með formlegum hætti upptöku stjórnmálasambands milli Íslands og Palestínu. „Í orðsendingu sem utanríkisráðherra Íslands afhenti Dr. Malki kemur fram að samkvæmt ályktun Alþingis frá 29. nóvember 2011 hafi íslensk stjórnvöld frá og með 15. desember 2011 viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. „Á blaðamannafundi að lokinni viðurkenningunni sagði utanríkisráðherra að með henni standi íslensk stjórnvöld við fyrri yfirlýsingar sínar um stuðning Íslands við baráttu Palestínumanna fyrir sjálfstæði. Þakkaði utanríkisráðherra fyrir þann breiða stuðning sem Alþingi hafi sýnt málstað Palestínu og að miklu skipti að ályktun Alþingis hafi verið samþykkt mótatkvæðalaust. Hann sagði viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu vera réttlætismál og ítrekaði jafnframt stuðning Íslands við aðild Palestínu að Sameinuðu Þjóðunum.“ Dr. Malki sagði samband Íslands og Palestínu einstakt og bar íslenskum stjórnvöldum, Alþingi og íslensku þjóðinni þakkir forseta síns og palestínsku þjóðarinnar. „Hann sagði ákvörðun Íslands miklu skipta þar sem nú væri Palestína viðurkennd í fyrsta sinn af ríki í vestur- og norðurhluta Evrópu. Hann vænti þess að þetta hefði áhrif á aðrar þjóðir sem vonandi feti í fótspor Íslands sem myndi hafa jákvæð áhrif á friðarumleitanir og öryggi í Mið-Austurlöndum. Þá sagði hann 130 ríki nú viðurkenna Palestínuríki sem sé mikil hvatning fyrir Palestínumenn að halda áfram uppbyggingu sjálfstæðs lýðræðisríkis. Dr. Malki sagði að Palestínumönnum muni ávallt verða minnisstætt að samþykkt Alþingis átti sér stað hinn 29. nóvember sem er alþjóðlegur samstöðudagur með palestínsku þjóðinni.“
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira