Innlent

Alma komin í tog

Alma er komin í tog
Alma er komin í tog mynd/ óðinn magnason.
Erlendur dráttarbátur er kominn með flutningaskipið Ölmu í tog. Eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag er ætlunin að hann togi skipið til Akureyrar. Þar á að taka skipið í slipp og setja undir það nýtt stýri, en stýrið datt af Ölmu rétt fyrir utan Hornafjörð snemma í síðasta mánuði og komu lóðsbáturinn á Höfn og togarinn Hoffell í veg fyrir að skipið ræki upp í fjöru. Útgerðin er búin að leggja fram tryggingu fyrir björgunarlaunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×