Gunnar um ákæru Ríkissaksóknara: Þetta er bara út í hött 16. desember 2011 21:00 Gunnar Birgisson, fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar hafði ekki heyrt af ákærum Ríkissaksóknara á hendur honum og fimm öðrum, þegar Vísir hafði samband við hann í kvöld. Hann segir ákærurnar fáránlegar. Ákært er í tveimur liðum, annarsvegar fyrir ólögmætar lánveitingar til Kópavogsbæjar og hinsvegar fyrir að hafa veitt Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar. „Mér finnst þetta hreint út sagt fáránlegt, bara út í hött,“ segir Gunnar. Hann segir að í þessu máli hafi stjórnarmennirnir fyrst og fremst verið að hugsa um að bjarga fjármunum fyrir sjóðinn og bæinn, sem beri fulla ábyrgð á sjóðnum. „Ekki voru stjórnarmenn að græða á þessu. Við vorum að bjarga peningum fyrir bæinn og sjóðinn,“ „Það er ljóst að ef á að ákæra okkur, þá þarf örugglega að ákæra mjög marga, í lífeyrissjóðunum og í bankakerfinu. Þeir hljóta að þurfa að ákæra mjög marga ef það á að gera þetta svona,“ bætir hann við. Málið snýst um lánveitingar sjóðsins til bæjarins frá síðari hluta ársins 2008 og fram í maí 2009. Hvað varðar hinn lið ákærunnar, að hafa blekkt Fjármálaeftirlitið segir Gunnar að gert hafi verið samkomulag við FME skömmu eftir að lánveitingarnar fóru fram. „Það var síðan staðfest í vitnaleiðslum í þessu máli. Þeir urðu að leggja það fram sem málsgögn þá, gátu ekki legið á því lengur. Þannig að þetta mál er hið ótrúlegasta.“ „Ef þetta er það sem dómskerfið er að vegast í, að elta fólk fyrir svona þar sem það var að vinna eftir bestu samvisku og bestu getu, þá er dómskerfið skrýtið, þá er eitthvað að. Enda er greinilega eitthvað að,“ segir Gunnar I. Birgisson að lokum. Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri LSK og stjórnarmenn ákærðir Ríkissaksóknari hefur ákært fyrrum framkvæmdastjóra og fimm stjórnarmenn í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Í yfirlýsingu sem Flosi Eiríksson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi og einn þeirra sem ákærðir eru hefur sent frá sér, segir að ákæran sé í tveimur liðum. Annars vegar er ákært fyrir að sjóðurinn hafi veitt Kópavogsbæ ólögmæt lán og hinsvegar að hann hafi veitt Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar. 16. desember 2011 20:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Gunnar Birgisson, fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar hafði ekki heyrt af ákærum Ríkissaksóknara á hendur honum og fimm öðrum, þegar Vísir hafði samband við hann í kvöld. Hann segir ákærurnar fáránlegar. Ákært er í tveimur liðum, annarsvegar fyrir ólögmætar lánveitingar til Kópavogsbæjar og hinsvegar fyrir að hafa veitt Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar. „Mér finnst þetta hreint út sagt fáránlegt, bara út í hött,“ segir Gunnar. Hann segir að í þessu máli hafi stjórnarmennirnir fyrst og fremst verið að hugsa um að bjarga fjármunum fyrir sjóðinn og bæinn, sem beri fulla ábyrgð á sjóðnum. „Ekki voru stjórnarmenn að græða á þessu. Við vorum að bjarga peningum fyrir bæinn og sjóðinn,“ „Það er ljóst að ef á að ákæra okkur, þá þarf örugglega að ákæra mjög marga, í lífeyrissjóðunum og í bankakerfinu. Þeir hljóta að þurfa að ákæra mjög marga ef það á að gera þetta svona,“ bætir hann við. Málið snýst um lánveitingar sjóðsins til bæjarins frá síðari hluta ársins 2008 og fram í maí 2009. Hvað varðar hinn lið ákærunnar, að hafa blekkt Fjármálaeftirlitið segir Gunnar að gert hafi verið samkomulag við FME skömmu eftir að lánveitingarnar fóru fram. „Það var síðan staðfest í vitnaleiðslum í þessu máli. Þeir urðu að leggja það fram sem málsgögn þá, gátu ekki legið á því lengur. Þannig að þetta mál er hið ótrúlegasta.“ „Ef þetta er það sem dómskerfið er að vegast í, að elta fólk fyrir svona þar sem það var að vinna eftir bestu samvisku og bestu getu, þá er dómskerfið skrýtið, þá er eitthvað að. Enda er greinilega eitthvað að,“ segir Gunnar I. Birgisson að lokum.
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri LSK og stjórnarmenn ákærðir Ríkissaksóknari hefur ákært fyrrum framkvæmdastjóra og fimm stjórnarmenn í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Í yfirlýsingu sem Flosi Eiríksson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi og einn þeirra sem ákærðir eru hefur sent frá sér, segir að ákæran sé í tveimur liðum. Annars vegar er ákært fyrir að sjóðurinn hafi veitt Kópavogsbæ ólögmæt lán og hinsvegar að hann hafi veitt Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar. 16. desember 2011 20:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Framkvæmdastjóri LSK og stjórnarmenn ákærðir Ríkissaksóknari hefur ákært fyrrum framkvæmdastjóra og fimm stjórnarmenn í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Í yfirlýsingu sem Flosi Eiríksson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi og einn þeirra sem ákærðir eru hefur sent frá sér, segir að ákæran sé í tveimur liðum. Annars vegar er ákært fyrir að sjóðurinn hafi veitt Kópavogsbæ ólögmæt lán og hinsvegar að hann hafi veitt Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar. 16. desember 2011 20:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent