Innlent

Hanna Birna: Er Orkuveitan að taka sér meira vald en eðlilegt er?

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. mynd/daníel rúnarsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, spyr sig hvort að það sé nema von að kjörnir fulltrúar og íbúar í Reykjavík finnist Orkuveita Reykjavík taka sér oft meira vald en eðlilegt er.

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að ef skipulagsyfirvöld í Reykjavík fallast á hugmyndir hæstbjóðanda fjárfesta gæti Perlan orðið að ferðaþjónustumiðstöð með heilsulaugum, hóteli, útsýnispalli og fleiru.

Á Facebooksíðu sinni segir Hanna Birna að Perlan hafi verið auglýst til sölu í góðri sátt en nú sé Orkuveitan „byrjuð að ræða við aðila sem vilja gjörbreyta skipulagi og umhverfi í Öskjuhlíðinni - án þess að það hafi verið kynnt eða rætt."

Fyrr í dag sagði Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, að stjórn Orkuveitunnar hafi ekki fengið í hendur neinar upplýsingar um einstök tilboð í Perluna áður en skrifað var undir viljayfirlýsingu við hæstbjóðanda.

„Afar ámælisvert er að slík viljayfirlýsing um sölu á einni af stærstu eign Orkuveitunnar sé undirrituð án þess að stjórn fyrirtækisins sé fyrst upplýst. Þaðan af síður var reynt að afla samþykkis stjórnar fyrir viljayfirlýsingunni þrátt fyrir að fimm stjórnarfundir hafi verið haldnir frá því tilboðsfrestur rann út 18. október síðastliðinn," sagði Kjartan.


Tengdar fréttir

Perlan gæti orðið ferðaþjónustumiðstöð með hóteli og heilsulaugum

Perlan verður að ferðaþjónustumiðstöð með heilsulaugum, hóteli, útsýnispalli og fleiru ef skipulagsyfirvöld Reykjavíkur fallast á hugmyndir hæstbjóðandi fjárfesta. Orkuveitan hefur skrifað upp á viljayfirlýsingu um söluna en tilboðið hljóðar upp á tæpan einn komma sjö milljarða króna.

Viljayfirlýsing um sölu á Perlunni undirrituð

Orkuveita Reykjavíkur hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á Perlunni við þá aðila sem áttu hæsta tilboð í eignina. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að bjóðendur fái nú frest til 31. mars næstkomandi til að aflétta fyrirvörum í tilboði sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×