Innlent

Tilkynnt um ammoníaksleka í Ármúlanum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað úr fyrir um hálftíma síðan vegna ammoníaksleka í Ármúla 1. Þar hefur Landspítalinn rannsóknarstofur.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu virðist um minniháttar mál að ræða. Hringt var í slökkviliðið af starfsmönnum spítalans og sagt að ammoníakslykt fyndist í húsinu. Þegar slökkvilið kom á staðinn var lyktin að mestu horfin. Slökkviliðsmenn eru þó enn á staðnum að leita af sér allan grun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×