Innlent

Fannst alvarlega slasaður á heimili sínu - árásarmenn hvergi sjáanlegir

Karlmaður, sem lögreglumenn fundu alvarlega slasaðan á heimili hans í fjölbýlishúsi við Skúlagötu í nótt, gengst nú undir aðgerð á Landsspítalanum og er atburðarrásin óljós.

Nágrannar kölluðu á lögregluna vegna  hávaða frá íbúð hans. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var maðurinn mikið skorinn á öðrum handlegg og víða um líkamann og hafði hann misst mikið blóð. Hann var þegar fluttur á slysadeild þar sem blæðing var stöðvuð, og er hann nú í aðgerð.

Engin annar var á vettvangi þegar lögreglan kom og eru málsatvik öll óljós, meðal annars þar sem ekki hefur verið hægt að ræða nægilega við manninn. Hann sagði þó á vettvangi í nótt að tveir ókunnir menn hefðu ruðst inn um svalahurðina á íbúðinni og ráðist á sig, en maðurinn var illa á sig kominn vegna blóðmissis og áfengisneyslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×