Innlent

Ríkið selur Reykhóla

Jón Bjarnason skrifaði um síðastliðna helgi undir sölu á 98 hektara landi úr jörðinni Reykhólum til Reykhólahrepps. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að um sé að ræða landið sem Reykhólaþorp stendur á og var söluverð 17,5 milljónir króna. „Undanskilið í sölunni er lóð Reykhólakirkju, kirkjugarðs, prestshúss og fjárhúsa sem fylgja prestssetri. Þá verður gatan Maríutröð sem liggur í gegnum þorpið eftir sem áður á forræði Vegagerðar," segir ennfremur.

„Fyrir átti Reykhólahreppur allstóran hluta Reykhólajarðarinnar eða svokallað tilraunastöðvarland sem ríkið seldi hreppnum árið 1990. Þá eru á lokastigi samningaviðræður við ábúanda Reykhólajarðarinnar um kaup hans á hluta af landi jarðarinnar en eftir sem áður mun ríkið halda allmiklu af því landi sem tilheyrði þessari stóru eign, þar á meðal fjalllendi og lendum í nágrenni bæjarins."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×