Innlent

Engin ákvörðun um sameiningu ráðherraembætta

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi að það væri ekki búið að taka nýjan ákvörðun um frekari sameiningu ráðuneyta. Þannig hafa verið uppi getgátur og umræður hjá þingmönnum og fjölmiðlum um að það standi til að sameina efnahags- og viðskiptaráðuneytið við fjármálaráðuneytið.

Jóhanna var þarna að svara fyrirspurn Bjarna Benediktssonar, formanni Sjálfstæðisflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, spurði þá hvort það væri löngu búið að ákveða að fella ráðherraembættin saman í ljósi þess að Jóhanna talaði um nýja ákvörðun. Forsætisráðherrann áréttaði þá að engin ákvörðun hefði verið tekin um málið.

Mikil umræða hefur verið í fjölmiðlum og víðar um að Jón Bjarnason verði settur af sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og í kjölfarið fylgir einhversskonar uppstokkun í ráðherraliði ríkisstjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×