Innlent

Atkvæði greidd um fjárlagafrumvarpið

Mynd/Egill
Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan hálffjögur og hefur því staðið yfir í einn og hálfan tíma. Þriðju og síðustu umræðu um fjárlögin lauk á Alþingi í gær. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt niðurskurð í heilbrigðismálum en samkvæmt breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar voru útgjöld til heilbrigðismálum aukin um rúmar 940 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×