Innlent

Stofna flokk á landsvísu

Heiða Helgadóttir stendur m.a. fyrir boðun blaðamannafundarins en hún var kosningastjóri Besta flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum.
Heiða Helgadóttir stendur m.a. fyrir boðun blaðamannafundarins en hún var kosningastjóri Besta flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum.
Félag áhugafólks um bjarta framtíð boðar til blaðamannafundar í dag en þá verður nýju stjórnmálaafli formlega hleypt af stokkunum. Undir tilkynningu um fundinn rita þau Heiða Helgadóttir og Gaukur Úlfarsson, sem bæði eru framáfólk í Besta flokknum. Heiða var meðal annars kosningastjóri flokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Þingmaðurinn Guðmundur Steingrímsson mun einnig standa að stofnun flokksins.

Í tilkynningunni segir að í dag hefjist formleg samkeppni um nafn á flokknum auk þess sem heimasíða nýs stjórnmálaafls verður opnuð í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×