Innlent

Þriðji níðingurinn fyrir dóm

Akranes.
Akranes. Mynd / GVA
Mál þriðja mannsins, sem er grunaður um að hafa níðst kynferðislega á fjórtán ára dreng frá Akranes, var þingfest í Héraðsdómi Vesturlands í morgun. Þá fór einnig fram fyrirtaka í máli annars manns sem einnig er grunaður um að hafa misnotað drenginn. Aðalmeðferð er hafin í þriðja málinu.

Það var RÚV sem greindi frá ásökunum í júní síðastliðnum. Kom þá í ljós að einn hinna ákærðu væri kennari við Fjölbrautaskólann á Akranesi.

Mennirnir eru einnig grunaðir um að hafa greitt drengnum fyrir kynlíf.

Réttarhöldin yfir mönnunum eru lokuð eins og alltaf þegar um kynferðisbrot er að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×