Innlent

Skotárás í Bryggjuhverfi: Einn til viðbótar handtekinn

Mynd/Egill
Mennirnir sem grunaðir eru um aðild að skotárásinni í Bryggjuhverfi þann 18. nóvember síðastliðinn hafa allir verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald og einn til viðbótar hefur verið handtekinn.  „Tveimur þeirra er gert að sitja áfram í gæsluvarðhaldi til 22. desember og einum til 16. desember," segir í tilkynningu frá lögreglu.

„Einn karl til viðbótar hefur sömuleiðis verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. desember en sá var handtekinn í gær. Fjórmenningarnir eru á þrítugs- og fertugsaldri."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×