Stórkostlegt að hafa svona góð áhrif á nemendur Erla Hlynsdóttir skrifar 8. desember 2011 21:47 Kynjafræði er kennd sem valfag við fjóra framhaldsskóla á landinu. Frumkvöðull á sviði kynjafræðikennslu í framhaldsskólum segir að auka þurfi framboðið. Dæmi eru um að biðlistar séu á námskeiðin. Borgarholtsskóli var árið 2007 fyrsti framhaldsskólinn til að bjóða upp á valnámskeið í kynjafræði. Jón Karl Einarsson, nemandi við skólann, lýsti því yfir í aðsendri grein í Fréttablaðinu að eftir að sitja námskeið í kynjafræði hafi hann hreinlega hætt að vera karlremba. Kennarinn hans er afar stoltur.Hvernig tilfinning er að hafa þetta mikil áhrif á nemendur? „Stórkostleg náttúrulega. Algjörlega stórkostleg. Þau eru ótrúlega dugleg að hvetja mig áfram. Þau senda mér svona rapport í lok hverrar annar í kynjafræðinni þar sem þau segja: Hanna gerðu þetta að skyldufagi, láttu kenna þetta í öllum skólum, byrjaðu í grunnskóla," segir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari. Hanna Björg er frumkvöðull þegar kemur að kynjafræðinámi í framhaldsskólum og hefur hún sjálf þróað námskeiðið sitt. Hún segir að stelpur sem sitja námskeiðið tali um að þær losni undan samfélagslegum þrýstingi, meðal annars hvað varðar staðalmyndir. „Og strákarnir upplifa þetta líka, þessi karlmennskupressa, hún kemur alveg með verðmiða líka," segir Hanna Björg. Eftir að Hanna Björg byrjaði að kenna kynjafræði hefur verið boðið upp á valnámskeið í Kvennaskólanum, Menntaskólanum á Akureyri, Verslunarskólanum og til stendur að kenna kynjafræði við Menntaskólann á Laugavatni. Hún segir sannarlega þurfa að auka framboðið. „Algjörlega. Ég minni á að það eru landslög í þessu landi sem kveða á um það að jafnréttisfræðsla skuli fara fram á öllum skólastigum. Þessu hefur ekki verið sinnt nema í ogguponsu mæli. Þetta er brýnasta verkefnið í menntamálum á Íslandi," segir Hanna Björg. Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Sjá meira
Kynjafræði er kennd sem valfag við fjóra framhaldsskóla á landinu. Frumkvöðull á sviði kynjafræðikennslu í framhaldsskólum segir að auka þurfi framboðið. Dæmi eru um að biðlistar séu á námskeiðin. Borgarholtsskóli var árið 2007 fyrsti framhaldsskólinn til að bjóða upp á valnámskeið í kynjafræði. Jón Karl Einarsson, nemandi við skólann, lýsti því yfir í aðsendri grein í Fréttablaðinu að eftir að sitja námskeið í kynjafræði hafi hann hreinlega hætt að vera karlremba. Kennarinn hans er afar stoltur.Hvernig tilfinning er að hafa þetta mikil áhrif á nemendur? „Stórkostleg náttúrulega. Algjörlega stórkostleg. Þau eru ótrúlega dugleg að hvetja mig áfram. Þau senda mér svona rapport í lok hverrar annar í kynjafræðinni þar sem þau segja: Hanna gerðu þetta að skyldufagi, láttu kenna þetta í öllum skólum, byrjaðu í grunnskóla," segir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari. Hanna Björg er frumkvöðull þegar kemur að kynjafræðinámi í framhaldsskólum og hefur hún sjálf þróað námskeiðið sitt. Hún segir að stelpur sem sitja námskeiðið tali um að þær losni undan samfélagslegum þrýstingi, meðal annars hvað varðar staðalmyndir. „Og strákarnir upplifa þetta líka, þessi karlmennskupressa, hún kemur alveg með verðmiða líka," segir Hanna Björg. Eftir að Hanna Björg byrjaði að kenna kynjafræði hefur verið boðið upp á valnámskeið í Kvennaskólanum, Menntaskólanum á Akureyri, Verslunarskólanum og til stendur að kenna kynjafræði við Menntaskólann á Laugavatni. Hún segir sannarlega þurfa að auka framboðið. „Algjörlega. Ég minni á að það eru landslög í þessu landi sem kveða á um það að jafnréttisfræðsla skuli fara fram á öllum skólastigum. Þessu hefur ekki verið sinnt nema í ogguponsu mæli. Þetta er brýnasta verkefnið í menntamálum á Íslandi," segir Hanna Björg.
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Sjá meira