Fótbolti

Beckham meistari í Bandaríkjunum - framtíðin enn í óvissu

Beckham kyssir bikarinn í nótt.
Beckham kyssir bikarinn í nótt.
David Beckham og félagar í LA Galaxy urðu í nótt meistarar í MLS-deildinni er þeir unnu Houston Dynamo, 1-0, í úrslitaleik. Beckham og Robbie Keane lögðu upp sigurmark leiksins fyrir Landon Donovan.

Þetta var fimmta tímabil hins 36 ára gamla Beckham með Galaxy og hans fyrsti titill í Bandaríkjunum. Það er óljóst hvað Beckham gerir í framhaldinu en hann er samningslaus.

"Þetta voru fimm frábær ár og við sjáum til hvort ég verð hér áfram eður ei," sagði brosandi Beckham eftir leikinn en stuðningsmenn Galaxy sungu nafn hans eftir leikinn en þeir vilja alls ekki missa hann.

"Það hafa allir verið frábærir hérna og magnað að ljúka þessu ótrúlega tímabili með titli. Það sögðu margir að vera mín í Bandaríkjunum yrði álitin vonbrigði ef ég myndi ekki vinna þennan titil og það er búið að þagga niður í mörgum núna. Það er alltaf ánægjulegt. Mér liggur ekkert á að ákveða framtíðina og ég ætla að njóta titilsins."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×