Fótbolti

Tveir létust á leik Indónesíu og Malasíu

Öryggisverðir reyna að bjarga áhorfendum sem voru að troðast undir.
Öryggisverðir reyna að bjarga áhorfendum sem voru að troðast undir.
Vísir greindi í gær frá því að allt hefði orðið vitlaust í Indónesíu hjá þeim sem fengu ekki miða á landsleik þjóðarinnar gegn Malasíu. Var meðal annars kveikt í miðasöluskúrnum eftir að allir 88 þúsund miðarnir höfðu verið seldir.

Mikil læti voru í Jakarta dagana fyrir leikinn og leikmenn Malasíu þurftu lögreglufylgd á völlinn.

Á leiknum sjálfum varð síðan allt vitlaust í stúkunni og tveir áhorfendur urðu undir og létust í látunum. Fjöldi annarra slasaðist og var fluttur á spítala.

Malasía vann leikinn eftir vítaspyrnukeppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×