Enski boltinn

Ferguson: Rooney er okkar Pele

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rooney undirbýr sig hér fyrir leikinn gegn Benfica í kvöld.
Rooney undirbýr sig hér fyrir leikinn gegn Benfica í kvöld. Mynd. / Getty Images
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, heldur því fram í fjölmiðlum að Wayne Rooney sé hinn enski Pele.

Manchester United mætir Benfica í Meistaradeild Evrópu í fyrstu umferð riðlakeppninnar í kvöld í Portúgal og verður Rooney væntanlega í fremstu víglínu.

„Pele var gríðarlega áræðinn leikmaður og hafði svipapa takta og við sjáum hjá Rooney. Þeir eru verulega líkir þegar horft er á styrkleika, hraða og ákveðni. Rooney er bara hvítur, mjög svo hvítur“

Ferguson telur að það sem Rooney hafi framyfir allar aðra leikmenn í ensku úrvalsdeildinni er hversu mikið hann leggur á sig við æfingar. Þegar slíkt fer saman við hæfileika þá verður til leikmaður eins og Rooney. 

„Wayne er típískur enskur leikmaður, en hann hefur samt gæði líkt og Gascoigne, George Best, Bobby Charlton  og Denis Law sem gerir hann sérstakan“.

„Leikmaðurinn hefur gríðarlegt hugrekki og vill vera inná vellinum hverja einustu mínútu“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×