Sport

Stefán og Hafþór báðir í úrslit í keppninni um sterkasta mann heims

Stefán Sölvi Pétursson og Hafþór Júlíus Björnsson tryggðu sér í gær sæti í 10 manna úrslitum í keppninni um sterkasta mann heims sem fram fer í Bandaríkjunum
Stefán Sölvi Pétursson og Hafþór Júlíus Björnsson tryggðu sér í gær sæti í 10 manna úrslitum í keppninni um sterkasta mann heims sem fram fer í Bandaríkjunum
Stefán Sölvi Pétursson og Hafþór Júlíus Björnsson tryggðu sér í gær sæti í 10 manna úrslitum í keppninni um sterkasta mann heims sem fram fer í Bandaríkjunum. Þeir enduðu báðir í öðru sæti í sínum riðlii en alls var 30 keppendum boðið að taka þátt. Keppnisgreinarnar eru alls sex en mótið fer fram í Norður-Karólínu.

Úrslitin hefjast á miðvikudaginn þar sem keppendur glíma á ný við sömu keppnisgreinar og í riðlakeppninni.

Íslendingar hafa náð frábærum árangri í þessari keppni en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland á tvo fulltrúa í úrslitakeppninni. Jón Páll Sigmarsson náði fjórum sinnum að vinna þessa keppni og það sama gerði Magnús Ver Magnússon.

Þeir sem komust í úrslit eru:

Brian Shaw (Bandaríkjunum)

Hafþór Júlíus Björnsson (Íslandi)

Laurence Shahlei (Englandi)

Ervin Katona (Serbíu)

Vytautas Lalas (Litháen)

Terry Hollands (Englandi)

Zydrunas Savickas (Litháen, sterkasti maður heims 2009 og 2010)

Mike Jenkins (Bandaríkjunum)

Derek Poundstone (Bandaríkjunum)

Stefán Sölvi Pétursson (Íslandi)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×