Íslensk ungmenni norðurlandameistarar í kannabisneyslu Höskuldur Kári Schram skrifar 1. september 2011 19:30 Margt bendir til þess að marijúananeysla unglinga fari vaxandi hér á landi að sögn forvarnarfulltrúa. Framboð á marijúana hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum en tæplega fjórðungur íslenskra ungmenna hefur prófað efnið. Verulegur árangur hefur náðst í báráttunni gegn áfengis- og hassneyslu unglinga á undanförnum árum. Á sama tíma bendir allt til þess að marijúananeysla fari vaxandi. „Ef við horfum á framhaldsskólana þá er þar töluverð aukning og ekki síst aukning í neyslu marijúana. Það sem er kannski sérstakt við þróunina og stöðuna hvað þann þátt varðar að við erum komin í fremstu röð, þ.e. neysla hér virðist vera orðin meiri á marjúana í ungu fólki í framhaldsskóla heldur en hjá ungu fólki í kringum okkur. þetta er alveg nýtt," Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu- og forvarna. Samkvæmt nýlegum könnunum eiga íslensk ungmenni Norðurlandamet þegar kemur að marijúananeyslu. Tuttugu og þrjú prósent framhaldsskólanema sögðust þannig hafa prófað efnið sem er mun hærra hlutfall miðað við hin norðurlöndin. „Hvað skýrir þetta að þínu mati. Það er erfitt að segja. Mögulega kannski svona þessi framleiðsla sem við höfum verið að sjá hérna heima. það hefur verið töluverð framleiðsla. mögulega aðgengið nokkuð gott, betra en á kannabis sem þarf að flytja inn," segir Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Landlækni. Marijúana ræktun hefur aukist verulega hér á landi eftir hrun samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar, sagði í samtali við fréttastofu að frá árinu 2009 hafi marijúana í raun verið ráðandi á fíkniefnamarkaðinum. Árni telur að unglingar sjái marijúana í öðru og jákvæðari ljósi en hass. „Allavega samkvæmt upplýsingum sem höfum frá ýmsum sem vinna með ungu fólki ráðgjöf og ýmis konar aðstoð við ungmenni sem að lenda í vanda. þeir telja að það sé talsverð viðhorfsbreyting sem hefur átt sér stað á síðustu misserum. ekki síst viðhorfsbreyting gagnvart maríjúana. í þá veru að maríjúana sé skaðlítið eða skaðlaust efni," segir Árni. Er einhver munur á þessum efnum? „Nei, í sjálfu sér ekki. Innihaldið er það sama," svarar Árni. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Margt bendir til þess að marijúananeysla unglinga fari vaxandi hér á landi að sögn forvarnarfulltrúa. Framboð á marijúana hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum en tæplega fjórðungur íslenskra ungmenna hefur prófað efnið. Verulegur árangur hefur náðst í báráttunni gegn áfengis- og hassneyslu unglinga á undanförnum árum. Á sama tíma bendir allt til þess að marijúananeysla fari vaxandi. „Ef við horfum á framhaldsskólana þá er þar töluverð aukning og ekki síst aukning í neyslu marijúana. Það sem er kannski sérstakt við þróunina og stöðuna hvað þann þátt varðar að við erum komin í fremstu röð, þ.e. neysla hér virðist vera orðin meiri á marjúana í ungu fólki í framhaldsskóla heldur en hjá ungu fólki í kringum okkur. þetta er alveg nýtt," Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu- og forvarna. Samkvæmt nýlegum könnunum eiga íslensk ungmenni Norðurlandamet þegar kemur að marijúananeyslu. Tuttugu og þrjú prósent framhaldsskólanema sögðust þannig hafa prófað efnið sem er mun hærra hlutfall miðað við hin norðurlöndin. „Hvað skýrir þetta að þínu mati. Það er erfitt að segja. Mögulega kannski svona þessi framleiðsla sem við höfum verið að sjá hérna heima. það hefur verið töluverð framleiðsla. mögulega aðgengið nokkuð gott, betra en á kannabis sem þarf að flytja inn," segir Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Landlækni. Marijúana ræktun hefur aukist verulega hér á landi eftir hrun samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar, sagði í samtali við fréttastofu að frá árinu 2009 hafi marijúana í raun verið ráðandi á fíkniefnamarkaðinum. Árni telur að unglingar sjái marijúana í öðru og jákvæðari ljósi en hass. „Allavega samkvæmt upplýsingum sem höfum frá ýmsum sem vinna með ungu fólki ráðgjöf og ýmis konar aðstoð við ungmenni sem að lenda í vanda. þeir telja að það sé talsverð viðhorfsbreyting sem hefur átt sér stað á síðustu misserum. ekki síst viðhorfsbreyting gagnvart maríjúana. í þá veru að maríjúana sé skaðlítið eða skaðlaust efni," segir Árni. Er einhver munur á þessum efnum? „Nei, í sjálfu sér ekki. Innihaldið er það sama," svarar Árni.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira