Íslensk ungmenni norðurlandameistarar í kannabisneyslu Höskuldur Kári Schram skrifar 1. september 2011 19:30 Margt bendir til þess að marijúananeysla unglinga fari vaxandi hér á landi að sögn forvarnarfulltrúa. Framboð á marijúana hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum en tæplega fjórðungur íslenskra ungmenna hefur prófað efnið. Verulegur árangur hefur náðst í báráttunni gegn áfengis- og hassneyslu unglinga á undanförnum árum. Á sama tíma bendir allt til þess að marijúananeysla fari vaxandi. „Ef við horfum á framhaldsskólana þá er þar töluverð aukning og ekki síst aukning í neyslu marijúana. Það sem er kannski sérstakt við þróunina og stöðuna hvað þann þátt varðar að við erum komin í fremstu röð, þ.e. neysla hér virðist vera orðin meiri á marjúana í ungu fólki í framhaldsskóla heldur en hjá ungu fólki í kringum okkur. þetta er alveg nýtt," Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu- og forvarna. Samkvæmt nýlegum könnunum eiga íslensk ungmenni Norðurlandamet þegar kemur að marijúananeyslu. Tuttugu og þrjú prósent framhaldsskólanema sögðust þannig hafa prófað efnið sem er mun hærra hlutfall miðað við hin norðurlöndin. „Hvað skýrir þetta að þínu mati. Það er erfitt að segja. Mögulega kannski svona þessi framleiðsla sem við höfum verið að sjá hérna heima. það hefur verið töluverð framleiðsla. mögulega aðgengið nokkuð gott, betra en á kannabis sem þarf að flytja inn," segir Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Landlækni. Marijúana ræktun hefur aukist verulega hér á landi eftir hrun samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar, sagði í samtali við fréttastofu að frá árinu 2009 hafi marijúana í raun verið ráðandi á fíkniefnamarkaðinum. Árni telur að unglingar sjái marijúana í öðru og jákvæðari ljósi en hass. „Allavega samkvæmt upplýsingum sem höfum frá ýmsum sem vinna með ungu fólki ráðgjöf og ýmis konar aðstoð við ungmenni sem að lenda í vanda. þeir telja að það sé talsverð viðhorfsbreyting sem hefur átt sér stað á síðustu misserum. ekki síst viðhorfsbreyting gagnvart maríjúana. í þá veru að maríjúana sé skaðlítið eða skaðlaust efni," segir Árni. Er einhver munur á þessum efnum? „Nei, í sjálfu sér ekki. Innihaldið er það sama," svarar Árni. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Margt bendir til þess að marijúananeysla unglinga fari vaxandi hér á landi að sögn forvarnarfulltrúa. Framboð á marijúana hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum en tæplega fjórðungur íslenskra ungmenna hefur prófað efnið. Verulegur árangur hefur náðst í báráttunni gegn áfengis- og hassneyslu unglinga á undanförnum árum. Á sama tíma bendir allt til þess að marijúananeysla fari vaxandi. „Ef við horfum á framhaldsskólana þá er þar töluverð aukning og ekki síst aukning í neyslu marijúana. Það sem er kannski sérstakt við þróunina og stöðuna hvað þann þátt varðar að við erum komin í fremstu röð, þ.e. neysla hér virðist vera orðin meiri á marjúana í ungu fólki í framhaldsskóla heldur en hjá ungu fólki í kringum okkur. þetta er alveg nýtt," Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu- og forvarna. Samkvæmt nýlegum könnunum eiga íslensk ungmenni Norðurlandamet þegar kemur að marijúananeyslu. Tuttugu og þrjú prósent framhaldsskólanema sögðust þannig hafa prófað efnið sem er mun hærra hlutfall miðað við hin norðurlöndin. „Hvað skýrir þetta að þínu mati. Það er erfitt að segja. Mögulega kannski svona þessi framleiðsla sem við höfum verið að sjá hérna heima. það hefur verið töluverð framleiðsla. mögulega aðgengið nokkuð gott, betra en á kannabis sem þarf að flytja inn," segir Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Landlækni. Marijúana ræktun hefur aukist verulega hér á landi eftir hrun samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar, sagði í samtali við fréttastofu að frá árinu 2009 hafi marijúana í raun verið ráðandi á fíkniefnamarkaðinum. Árni telur að unglingar sjái marijúana í öðru og jákvæðari ljósi en hass. „Allavega samkvæmt upplýsingum sem höfum frá ýmsum sem vinna með ungu fólki ráðgjöf og ýmis konar aðstoð við ungmenni sem að lenda í vanda. þeir telja að það sé talsverð viðhorfsbreyting sem hefur átt sér stað á síðustu misserum. ekki síst viðhorfsbreyting gagnvart maríjúana. í þá veru að maríjúana sé skaðlítið eða skaðlaust efni," segir Árni. Er einhver munur á þessum efnum? „Nei, í sjálfu sér ekki. Innihaldið er það sama," svarar Árni.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent