Umfjöllun: Engin hefnd hjá Þór þetta árið Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 18. ágúst 2011 18:15 Það var hart barist í bikarúrslitaleiknum síðastliðinn laugardag. Mynd/Eva Björk Ægisdóttir KR steig enn eitt skrefið í átt að Íslandsmeistaratitlinum með góðum sigri á Þór í kvöld. KR vann 1-2 þrátt fyrir að vera manni færri síðasta korterið. KR var betri aðilinn fyrstu 20 mínúturnar og fékk nokkur hálffæri. Aron átti skalla beint á Srjdan, Baldur skot framhjá og Kjartan Henry fékk fínt færi en skalli hans hitti ekki markið. Þórsarar börðust vel en sóttu lítið. Það breyttist þó og um miðbik hálfleiksins komust þeir yfir. Linta átti þá fína sendingu á Svein Elías sem spólaði sig framhjá tveimur varnarmönnum og kláraði færið sitt einkar vel. Sveinn Elías átti svo skot mínútur síðar rétt eftir markið. KR-ingar létu slá sig aðeins útaf laginu en gerðu svo sitt besta til að jafna. Það gekk lítið, liðið hélt boltanum vel en fékk engin dauðafæri. Kjartan Henry var mjög duglegur á kantinum og sótti nokkrar hornspyrnur sem ekkert kom upp úr. Lítið gerðist út hálfleikinn, staðan 1-0 fyrir Þór að loknum fyrri hálfleik. KR byrjaði seinni hálfleik af krafti og freistaði þess að jafna. Grétar komst í dauðafæri en skotið hans var framhjá en Þórsarar fengu líka færi. Eftir klukkutíma leik togaði Atli Sigurjónsson Björn Jónsson niður í teignum, ekki fast en nóg til að Björn féll og fékk víti. Kjartan Henry tók það og skoraði, en Srjdan var nálægt því að verja. Kjartan Henry fékk svo sitt annað gula spjald þegar hann sparkaði óviljandi í andlitið á Linta. Þá var korter eftir af leiknum. Bjuggust flestir þá við stórsókn Þórsara í leit að sigri, en annað kom á daginn. Grétar Sigfinnur kórónaði stórleik sinn með frábærum skalla sem kom KR yfir rétt fyrir leikslok. Tíunda hornspyrna skilaði loksins árangri og Srjdan kom engum vörnum við. Leiknum lauk með 1-2 sigri KR sem er þar með komið með fjögurra stiga forskot á ÍBV og á auk þess leik til góða. Fimm stig eru í FH og Val sem hafa leikið tveimur leikjum fleirri en KR. KR á meðal annars eftir að spila við ÍBV úti, FH og Val. Mótið er því langt frá því að vera búið. Þó er ljóst að ef KR verður meistari kemst Þór í Evrópukeppni bikarhafa. Þórsarar eru áfram í áttunda sæti deildarinnar eftir tapið. Þór - KR 1-2 1-0 Sveinn Elías Jónsson (21). 1-1 Kjartan Henry Finnbogason (61.) 1-2 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (86.)Skot (á mark): 6-12 (4-8)Varin skot: Srjdan 6 – Hannes 5Horn: 2-10Aukaspyrnur fengnar: 7-9Rangstöður: 2-2 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
KR steig enn eitt skrefið í átt að Íslandsmeistaratitlinum með góðum sigri á Þór í kvöld. KR vann 1-2 þrátt fyrir að vera manni færri síðasta korterið. KR var betri aðilinn fyrstu 20 mínúturnar og fékk nokkur hálffæri. Aron átti skalla beint á Srjdan, Baldur skot framhjá og Kjartan Henry fékk fínt færi en skalli hans hitti ekki markið. Þórsarar börðust vel en sóttu lítið. Það breyttist þó og um miðbik hálfleiksins komust þeir yfir. Linta átti þá fína sendingu á Svein Elías sem spólaði sig framhjá tveimur varnarmönnum og kláraði færið sitt einkar vel. Sveinn Elías átti svo skot mínútur síðar rétt eftir markið. KR-ingar létu slá sig aðeins útaf laginu en gerðu svo sitt besta til að jafna. Það gekk lítið, liðið hélt boltanum vel en fékk engin dauðafæri. Kjartan Henry var mjög duglegur á kantinum og sótti nokkrar hornspyrnur sem ekkert kom upp úr. Lítið gerðist út hálfleikinn, staðan 1-0 fyrir Þór að loknum fyrri hálfleik. KR byrjaði seinni hálfleik af krafti og freistaði þess að jafna. Grétar komst í dauðafæri en skotið hans var framhjá en Þórsarar fengu líka færi. Eftir klukkutíma leik togaði Atli Sigurjónsson Björn Jónsson niður í teignum, ekki fast en nóg til að Björn féll og fékk víti. Kjartan Henry tók það og skoraði, en Srjdan var nálægt því að verja. Kjartan Henry fékk svo sitt annað gula spjald þegar hann sparkaði óviljandi í andlitið á Linta. Þá var korter eftir af leiknum. Bjuggust flestir þá við stórsókn Þórsara í leit að sigri, en annað kom á daginn. Grétar Sigfinnur kórónaði stórleik sinn með frábærum skalla sem kom KR yfir rétt fyrir leikslok. Tíunda hornspyrna skilaði loksins árangri og Srjdan kom engum vörnum við. Leiknum lauk með 1-2 sigri KR sem er þar með komið með fjögurra stiga forskot á ÍBV og á auk þess leik til góða. Fimm stig eru í FH og Val sem hafa leikið tveimur leikjum fleirri en KR. KR á meðal annars eftir að spila við ÍBV úti, FH og Val. Mótið er því langt frá því að vera búið. Þó er ljóst að ef KR verður meistari kemst Þór í Evrópukeppni bikarhafa. Þórsarar eru áfram í áttunda sæti deildarinnar eftir tapið. Þór - KR 1-2 1-0 Sveinn Elías Jónsson (21). 1-1 Kjartan Henry Finnbogason (61.) 1-2 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (86.)Skot (á mark): 6-12 (4-8)Varin skot: Srjdan 6 – Hannes 5Horn: 2-10Aukaspyrnur fengnar: 7-9Rangstöður: 2-2
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira