Enski boltinn

Öryggislögreglan fjarlægði myndir af Twitter síðu Rio Ferdinand

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Rio Ferdinand, varnarmaður enska meistaraliðsins Manchester United, fór aðeins yfir strikið í myndabirtinum á Twitter síðu sinni eftir heimsókn Man Utd í Hvítahúsið í Washington.
Rio Ferdinand, varnarmaður enska meistaraliðsins Manchester United, fór aðeins yfir strikið í myndabirtinum á Twitter síðu sinni eftir heimsókn Man Utd í Hvítahúsið í Washington. Twittersíða Rio Ferdand.
Rio Ferdinand, varnarmaður enska meistaraliðsins Manchester United, fór aðeins yfir strikið í myndabirtinum á Twitter síðu sinni eftir heimsókn Man Utd í Hvítahúsið í Washington. Bandaríska leyniþjónustan lét fjarlægja myndirnar og kom það leikmanninum á óvart. 

Hinn 32 ára gamli Ferdinand skildi hinsvegar afhverju þetta var gert og sagði hann að Jack Bauer aðalpersónan í þáttunum 24 hafi séð um að aðgerðirnar gegn sér.

„Myndirnar mínar af öryggislögreglunni voru fjarlægðar með gríðarlegum hraða, þeir eru ekkert að grínast hér í DC, mér finnst ég vera í þáttunum 24,“ skrifaði Ferdinand m.a. á Twitter síðu sína.

Ferdinand mátti hinsvegar birta mynd af sér í borðsalnum og einnig af liðsfélögunum að borða kex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×