Marc Anthony sagður valdasjúkur 20. júlí 2011 09:45 Mynd/Getty Það kom mörgum í opna skjöldu þegar stjörnuparið Jennifer Lopez og Marc Anthony ákvað að slíta hjónabandi sínu. Nú hefur hins vegar komið í ljós að hjónabandið var langt frá því að vera fullkomið. "Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir alla og við biðjum ykkur um að virða einkalíf okkar á þessum erfiðu tímum." Svona hljóðaði sameiginleg yfirlýsing Jennifer Lopez og Marcs Anthony þegar þau tilkynntu að sjö ára hjónabandi þeirra væri lokið. Parið á saman þriggja ára tvíbura, þau Max og Emme. Þegar söng- og leikkonan Jennifer Lopez og hjartaknúsarinn Marc Anthony giftu sig árið 2004 voru margir vissir um að þetta hjónaband myndi endast lengur en önnur í Hollywood. Þau sungu saman dúetta og sáust sjaldan á rauða dreglinum án hvors annars. Nú þegar skilnaðurinn er staðreynd keppast fjölmiðlar vestanhafs við að birta fréttir af að hjónaband þeirra hafi ekki verið neinn dans á rósum. "Anthony er valdasjúkur og réði öllu á heimili þeirra. Hann leyfði Lopez aldrei að fara einni í samkvæmi og líkaði illa þegar fjölmiðlar tóku af henni myndir án hans," segir ónefndur heimildarmaður við Daily Mail. "Þau elska hvort annað af mikilli ástríðu en þau rífast líka af ástríðu, og stundum svo mikið að það hefur komið til handalögmála," segir annar heimildarmaður við bandaríska slúðurblaðið Star. Ástæða rifrildanna var oft líkamsvöxtur Lopez en Anthony fannst Lopez ekki nógu fljót að koma sér í form eftir barnsburð. Eftir að Jennifer Lopez settist í dómarasætið í einum af vinsælasta raunveruleikaþætti Bandaríkjanna, American Idol, hefur ferill hennar tekið flug og tónlist Lopez klifrað upp vinsældalistana. Fjölmargir miðlar velta því fyrir sér hvort Anthony hafi að lokum ekki getað sætt sig við velgengni Lopez undanfarið ár. Bæði Lopez og Antonhy eiga misheppnuð hjónabönd og sambönd að baki og eru öllu vön. Það á eflaust ekki eftir að líða á löngu áður en við sjáum þau birtast með nýjan maka upp á arminn á rauða dreglinum.alfrun@frettabladid.is Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira
Það kom mörgum í opna skjöldu þegar stjörnuparið Jennifer Lopez og Marc Anthony ákvað að slíta hjónabandi sínu. Nú hefur hins vegar komið í ljós að hjónabandið var langt frá því að vera fullkomið. "Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir alla og við biðjum ykkur um að virða einkalíf okkar á þessum erfiðu tímum." Svona hljóðaði sameiginleg yfirlýsing Jennifer Lopez og Marcs Anthony þegar þau tilkynntu að sjö ára hjónabandi þeirra væri lokið. Parið á saman þriggja ára tvíbura, þau Max og Emme. Þegar söng- og leikkonan Jennifer Lopez og hjartaknúsarinn Marc Anthony giftu sig árið 2004 voru margir vissir um að þetta hjónaband myndi endast lengur en önnur í Hollywood. Þau sungu saman dúetta og sáust sjaldan á rauða dreglinum án hvors annars. Nú þegar skilnaðurinn er staðreynd keppast fjölmiðlar vestanhafs við að birta fréttir af að hjónaband þeirra hafi ekki verið neinn dans á rósum. "Anthony er valdasjúkur og réði öllu á heimili þeirra. Hann leyfði Lopez aldrei að fara einni í samkvæmi og líkaði illa þegar fjölmiðlar tóku af henni myndir án hans," segir ónefndur heimildarmaður við Daily Mail. "Þau elska hvort annað af mikilli ástríðu en þau rífast líka af ástríðu, og stundum svo mikið að það hefur komið til handalögmála," segir annar heimildarmaður við bandaríska slúðurblaðið Star. Ástæða rifrildanna var oft líkamsvöxtur Lopez en Anthony fannst Lopez ekki nógu fljót að koma sér í form eftir barnsburð. Eftir að Jennifer Lopez settist í dómarasætið í einum af vinsælasta raunveruleikaþætti Bandaríkjanna, American Idol, hefur ferill hennar tekið flug og tónlist Lopez klifrað upp vinsældalistana. Fjölmargir miðlar velta því fyrir sér hvort Anthony hafi að lokum ekki getað sætt sig við velgengni Lopez undanfarið ár. Bæði Lopez og Antonhy eiga misheppnuð hjónabönd og sambönd að baki og eru öllu vön. Það á eflaust ekki eftir að líða á löngu áður en við sjáum þau birtast með nýjan maka upp á arminn á rauða dreglinum.alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira