Marc Anthony sagður valdasjúkur 20. júlí 2011 09:45 Mynd/Getty Það kom mörgum í opna skjöldu þegar stjörnuparið Jennifer Lopez og Marc Anthony ákvað að slíta hjónabandi sínu. Nú hefur hins vegar komið í ljós að hjónabandið var langt frá því að vera fullkomið. "Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir alla og við biðjum ykkur um að virða einkalíf okkar á þessum erfiðu tímum." Svona hljóðaði sameiginleg yfirlýsing Jennifer Lopez og Marcs Anthony þegar þau tilkynntu að sjö ára hjónabandi þeirra væri lokið. Parið á saman þriggja ára tvíbura, þau Max og Emme. Þegar söng- og leikkonan Jennifer Lopez og hjartaknúsarinn Marc Anthony giftu sig árið 2004 voru margir vissir um að þetta hjónaband myndi endast lengur en önnur í Hollywood. Þau sungu saman dúetta og sáust sjaldan á rauða dreglinum án hvors annars. Nú þegar skilnaðurinn er staðreynd keppast fjölmiðlar vestanhafs við að birta fréttir af að hjónaband þeirra hafi ekki verið neinn dans á rósum. "Anthony er valdasjúkur og réði öllu á heimili þeirra. Hann leyfði Lopez aldrei að fara einni í samkvæmi og líkaði illa þegar fjölmiðlar tóku af henni myndir án hans," segir ónefndur heimildarmaður við Daily Mail. "Þau elska hvort annað af mikilli ástríðu en þau rífast líka af ástríðu, og stundum svo mikið að það hefur komið til handalögmála," segir annar heimildarmaður við bandaríska slúðurblaðið Star. Ástæða rifrildanna var oft líkamsvöxtur Lopez en Anthony fannst Lopez ekki nógu fljót að koma sér í form eftir barnsburð. Eftir að Jennifer Lopez settist í dómarasætið í einum af vinsælasta raunveruleikaþætti Bandaríkjanna, American Idol, hefur ferill hennar tekið flug og tónlist Lopez klifrað upp vinsældalistana. Fjölmargir miðlar velta því fyrir sér hvort Anthony hafi að lokum ekki getað sætt sig við velgengni Lopez undanfarið ár. Bæði Lopez og Antonhy eiga misheppnuð hjónabönd og sambönd að baki og eru öllu vön. Það á eflaust ekki eftir að líða á löngu áður en við sjáum þau birtast með nýjan maka upp á arminn á rauða dreglinum.alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Fleiri fréttir Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Sjá meira
Það kom mörgum í opna skjöldu þegar stjörnuparið Jennifer Lopez og Marc Anthony ákvað að slíta hjónabandi sínu. Nú hefur hins vegar komið í ljós að hjónabandið var langt frá því að vera fullkomið. "Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir alla og við biðjum ykkur um að virða einkalíf okkar á þessum erfiðu tímum." Svona hljóðaði sameiginleg yfirlýsing Jennifer Lopez og Marcs Anthony þegar þau tilkynntu að sjö ára hjónabandi þeirra væri lokið. Parið á saman þriggja ára tvíbura, þau Max og Emme. Þegar söng- og leikkonan Jennifer Lopez og hjartaknúsarinn Marc Anthony giftu sig árið 2004 voru margir vissir um að þetta hjónaband myndi endast lengur en önnur í Hollywood. Þau sungu saman dúetta og sáust sjaldan á rauða dreglinum án hvors annars. Nú þegar skilnaðurinn er staðreynd keppast fjölmiðlar vestanhafs við að birta fréttir af að hjónaband þeirra hafi ekki verið neinn dans á rósum. "Anthony er valdasjúkur og réði öllu á heimili þeirra. Hann leyfði Lopez aldrei að fara einni í samkvæmi og líkaði illa þegar fjölmiðlar tóku af henni myndir án hans," segir ónefndur heimildarmaður við Daily Mail. "Þau elska hvort annað af mikilli ástríðu en þau rífast líka af ástríðu, og stundum svo mikið að það hefur komið til handalögmála," segir annar heimildarmaður við bandaríska slúðurblaðið Star. Ástæða rifrildanna var oft líkamsvöxtur Lopez en Anthony fannst Lopez ekki nógu fljót að koma sér í form eftir barnsburð. Eftir að Jennifer Lopez settist í dómarasætið í einum af vinsælasta raunveruleikaþætti Bandaríkjanna, American Idol, hefur ferill hennar tekið flug og tónlist Lopez klifrað upp vinsældalistana. Fjölmargir miðlar velta því fyrir sér hvort Anthony hafi að lokum ekki getað sætt sig við velgengni Lopez undanfarið ár. Bæði Lopez og Antonhy eiga misheppnuð hjónabönd og sambönd að baki og eru öllu vön. Það á eflaust ekki eftir að líða á löngu áður en við sjáum þau birtast með nýjan maka upp á arminn á rauða dreglinum.alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Fleiri fréttir Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“