Lífið

Norðmenn hrifnir af sönghópi

Mynd/Einar Ben
Sönghópurinn Þrjár raddir & Beatur er alfarið fluttur til Óslóar eftir að hafa starfað í Noregi með hléum síðan í september. Hópurinn leikur og syngur í nýrri auglýsingu fyrir franska bílaframleiðandann Peugeot eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu.

"Þetta var eiginlega út af hruninu. Það var svo lítið að gera í skemmtanabransanum á Íslandi að við ákváðum að taka sjensinn á að koma okkur á framfæri úti. Við fórum bara á viðburðaskrifstofur í Ósló og bönkuðum upp á í kjólum og jakkafötum, sungum eitt lag og fengum mjög jákvæð viðbrögð. Við höfum fengið ágætt að gera og náum nokkurn veginn að lifa af þessu," segir Bjartur, sem hefur einnig unnið fyrir sér sem uppistandari og plötusnúður á norskum skemmtistöðum.

Þrjár raddir og Beatur sendu nýlega frá sér sumarlagið Austurvöllur sem má finna á Facebook-síðu þeirra og einnig eru þau að undirbúa jólaplötu á ensku sem er ætluð fyrir Evrópumarkað. Fyrir tveimur árum gáfu þau út íslenska jólaplötu. "Í Noregi kaupa allir nýja jólaplötu fyrir hver einustu jól," segir Bjartur og vonast eftir góðum viðbrögðum við plötunni þar í landi.

- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.